Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 71
hjúkrunarfræðinga. Mælitækið sem notað var til að meta streitu er viðurkennt og þykir áreiðanlegt og réttmætt. Takmarkanir rannsóknarinnar liggja helst í lágu svarhlutfalli og að rannsóknin var lögð fyrir að loknu misseri. Því kann að vera að niðurstöður endurspegli ekki þá streitu sem nemendur fundu fyrir meðan á náminu stóð. Jafnframt var nokkur hluti spurninga saminn af rannsakendum og ekki forprófaður, en stuðst var við fræðilegt lesefni og niðurstöður rannsókna. Í spurningunni um mat þátttakenda á áhrifum breytinganna á gæði námsins láðist að spyrja um hvort þátttakendur teldu áhrifin jákvæð eða neikvæð. Ályktanir Ljóst er að meirihluti nemenda fann fyrir miðlungs streitu á þessum tíma, en streitan var þó ekki meiri en mælist í venjulegu árferði. Hins vegar sagðist meirihluti þátttakenda finna fyrir mikilli streitu tengt háskólanáminu. Tengsl stuðnings og streitu undirstrika mikilvægi þess að nemendur í háskólanámi hafi greiðan aðgang að stuðningi. Með samstilltu átaki og samvinnu menntastofnana og heilbrigðisstofnana tókst að gera yfirgripsmiklar breytingar á námi í hjúkrunarfræði sem meirihluti nemenda var ánægður með. Það skal þó haft í huga að tæplega 40% þátttakenda töldu að breytingar á klínísku námi hafi haft talsverð eða mikil áhrif á gæði klíníska námsins. Allflestir nemendur réðu vel við þær miklu breytingar sem urðu á námi þeirra vegna faraldursins. Fjöldi og tegund bjargráða sem nemendur notuðu benda til bæði lausnamiðaðrar og tilfinningamiðaðrar nálgunar á vanlíðan vegna streitu. Samkvæmt þátttakendum rannsóknarinnar virðist þeim stofnunum sem koma að námi og kennslu nemenda í hjúkrunarfræði í grunnnámi á Íslandi hafa tekist vel á við þær aðstæður sem sköpuðust á þessum óvissutíma. Öllum þeim nemendum sem gáfu sér tíma til að svara spurningalistanum er þakkað sérstaklega fyrir þátttökuna. ÞAKKIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.