Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 74
Það er mannlegt að gera mistök en mistök hafa í eðli sínu misalvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að hægt er að fyrirbyggja um 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum. Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig best sé að fyrirbyggja mistök á þessum vettvangi og hefur meðal annars verið horft til jákvæðrar reynslu annarra starfsgreina á notkun gátlista í bráðatilfellum. Mikilvægt er að starfsfólk sjái tilgang með notkun gátlista og telji þá vera til hagsbóta í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri til notkunar gátlista við störf sín og hvort munur væri á viðhorfi fyrir og eftir kynningu á gátlistum vegna bráðra vandamála á skurðstofu. Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi samanburðarrannsóknar var notað. Þýðið innihélt alla hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofunum á rannsóknartímanum, 47 talsins og var úrtakið allt þýðið. Fimmtán gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu sem höfðu verið þýddir og innleiddir á Landspítala voru staðfærðir og innleiddir á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Stuðst var við fyrstu tvö af fjórum þrepum viðurkennds innleiðingarferlis og var kynning gátlistanna rafræn. Spurningalisti var lagður tvisvar fyrir þátttakendur, fyrir og eftir kynningu á gátlistunum. Svarhlutfall var 87% fyrir kynningu og 67% eftir. Viðhorf þátttakenda til notkunar gátlista á skurðstofum mældist jákvætt og töldu flestir að gátlistar myndu nýtast við venjubundnar aðstæður og í bráðatilfellum. Meira en helmingur sagðist öruggur í störfum sínum án notkunar gátlista. Í samanburði með pöruðu t-prófi kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista að loknum fyrstu tveimur þrepum innleiðingarferlis heldur en fyrir innleiðingu (t(27)=-2,521; p=0,02). Niðurstöður benda til að þátttakendur sjái tilgang með notkun gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu í bráðatilfellum. Jákvætt viðhorf gefur einnig tilefni til væntinga um áframhaldandi árangursríka innleiðingu gátlistanna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Gátlistar í bráðatilfellum; bráðameðferð í svæfingu; öryggisgátlisti WHO fyrir skurðstofur; innleiðingarvísindi. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Viðhorf sérfræðilækna og hjúkrunar- fræðinga á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri til notkunar gátlista í bráðatilfellum er jákvætt og sér starfsfólkið tilgang með notkun þeirra sem hjálpartækja í meðferð bráðatilfella. Hagnýting: Niðurstöður nýtast við áfram- haldandi innleiðingu gátlista til notkunar í bráðatilfellum á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og geta þar með leitt til bættrar meðferðar í bráðatilfellum. Niðurstöðurnar geta einnig nýst á öðrum stofnunum sem hyggjast innleiða slíka gátlista. Þekking: Niðurstöðurnar sýna að fagfólk á skurðstofum sér gátlista í bráðatilfellum sem gagnleg hjálpartæki og getur innleiðing slíkra gátlista átt þátt í að auka öryggi sjúklinga sem gangast undir svæfingu og skurðaðgerðir. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hér á landi svo vitað sé. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mögulega velja hjúkrunarfræðingar sem starfa á svæfingadeildum og skurðstofum að nýta sambærilega gátlista í bráðatilfellum sem upp kunna að koma í starfi þeirra. Með markvissri innleiðingu getur notkun gátlista orðið almennari og haft jákvæð áhrif á öryggi sjúklinga. Gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.