Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 79
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 79 Ritrýnd grein | Peer review og einnig kom fram hugmynd um að bjóða upp á kennslu og þjálfun þar sem gátlistarnir kæmu við sögu. Samanburður á viðhorfi Munur á viðhorfi milli hópa út frá bakgrunnsbreytum var mældur með t-prófi óháðra hópa. Samantekt á marktækum t-prófum í samanburði milli hópa má sjá í töflu 6. Í samanburði með pöruðu t-prófi milli T1 og T2 kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista að loknum tveimur þrepum innleiðingar Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu heldur en fyrir (t(27)=-2,521; p=0,02). Ekki fannst marktækur munur á milli T1 og T2 að öðru leyti með pöruðu t-prófi. Tafla 6. Samantekt á marktækum (p<0,05) t-prófum óháðra hópa þegar borin voru saman viðhorf eftir starfsstétt, starfssviði og starfsaldri á sérsviði. T1=september 2020, T2=janúar 2021. Tími Niðurstaða t – gildi T1 Hjúkrunarfræðingar hafa jákvæðara viðhorf en sérfræðilæknar til notkunar gátlista á skurðstofum t(32)=2,43; p=0,02 T1 og T2 Sérfræðilæknar treysta sér frekar en hjúkrunarfræðingar til að framkvæma verk sín án gátlista í venjubundnum störfum T1: t(39)=-3.2; p<0,001 T2:t(29)=2,64; p=0,01 T1 Sérfræðilæknar treysta sér frekar en hjúkrunarfræðingar til að framkvæma störf sín án gátlista í bráðatilfellum t(39)=-2,39; p=0,02 T2 Hjúkrunarfræðingar hafa jákvæðara viðhorf en sérfræðilæknar til gátlista WHO t(16)=2,22; p=0,04 T2 Þátttakendur með 15 ára starfsreynslu á sérsviði eða minna hafa jákvæðara viðhorf til gátlista WHO en þátttakendur með 16 ára starfsreynslu á sérsviði eða meira t(14)= -2,26; p=0,04 T2 Hjúkrunarfræðingar telja frekar en sérfræðilæknar að gátlistar nýtist við venjubundin störf (V) og í bráða- tilfellum (B) V:t(29)=2,67; p=0,01 B:t(29)=2,27; p=0,03 Rannsóknin mat viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum SAk til notkunar gátlista á skurðstofum. Helstu niðurstöður bentu til að forsendur fyrir notkun Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu séu jákvæðar. Þannig sýndu niðurstöður paraðs t-prófs að færri þátttakendur treystu sér til að leysa verkefni sín án gátlista í bráðatilfellum, að loknum fyrstu tveimur þrepum innleiðingarferlis Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu heldur en fyrir innleiðingu. Það gefur vísbendingar um að þátttakendur hafi mögulega séð kosti þess að nota gátlista í bráðatilfellum, eftir að hafa séð hvernig slíkir gátlistar líta út og fengið kynningu á notkun þeirra. Þessa tilgátu styðja niðurstöður Goldhaber-Fiebert og félaga (2020) sem gerðu afturvirka rannsókn meðal svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga á tveimur sjúkrahúsum í Bandaríkjunum þar sem gátlistar í bráðatilfellum höfðu verið innleiddir. Allir þátttakendur þeirrar rannsóknar sögðust vilja nota gátlista í bráðatilfellum í framtíðinni eftir að þeir höfðu UMRÆÐA séð virkni þeirra, einnig þeir sem áður hefðu ekki kosið að nota þá. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðhorf hjúkrunar- fræðinga og sérfræðilækna til notkunar gátlista í störfum sínum mældist jákvætt. Einnig virtist viðhorf til gátlista WHO, sem notaður hefur verið á skurðstofunum í 10 ár vera jákvætt og töldu þátttakendur notkun hans auka öryggi sjúklinga. Þetta samræmist niðurstöðum rannsóknar sem Krombach og félagar (2015) gerðu á meðal svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga á stóru háskólasjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Í þeirri rannsókn töldu 98% þátttakenda WHO-listann mikilvægan eða mjög mikilvægan með tilliti til öryggis sjúklinga. Alidina og félagar birtu árið 2018 rannsókn sem gerð var á stofnunum í Bandaríkjunum sem hlaðið höfðu niður gátlistum af heimasíðum Ariadne Labs eða Stanford-háskóla til eigin nota. Tilgangurinn var að skoða hvaða þættir skiptu mestu máli í innleiðingu gátlista með það fyrir augum að þeir væru nýttir í viðeigandi aðstæðum og voru alls skoðaðar niðurstöður frá 368 svarendum. Eitt af því sem talið var stuðla að vel heppnaðri innleiðingu gátlista á skurðstofum var að hefð væri fyrir því á viðkomandi stofnunum að vinna markvisst að öryggi sjúklinga (Alidina o.fl., 2018). Því má velta fyrir sér hvort jákvæð reynsla þátttakenda í þessari rannsókn af WHO-listanum og traust til hans, stuðli að jákvæðu viðhorfi til notkunar gátlista almennt. Í rannsókninni kom fram að fleiri telja að gátlistar myndu nýtast í venjubundnum aðstæðum en í bráðatilfellum. Þetta er í ósamræmi við niðurstöður Krombach og félaga (2015) en þar sá um helmingur þátttakenda tilgang með notkun gátlista í venjubundnum aðstæðum, en 87% til 97% í bráðatilfellum. Í þeirri rannsókn sögðust 64% treysta sér til að framkvæma venjubundin störf sín byggð á þekkingu og minni eingöngu en einungis 34% í bráðatilfellum. Í okkar rannsókn voru einnig fleiri þátttakendur sem treystu sér til að framkvæma verk sín án gátlista í venjubundnum störfum en í bráðatilfellum. Athygli vekur að þó að meirihluti þátttakenda telji sig geta leyst störf sín án notkunar gátlista, bæði í venjubundnum aðstæðum og bráðatilfellum, þá telja engu að síður flestir að gátlistar geti nýst í hvorum aðstæðum fyrir sig. Það sama má sjá í niðurstöðum Krombach og félaga (2015) en þar segist meira en þriðjungur þátttakenda myndu nýta sér gátlista í bráðatilfellum ef þeir væru til staðar en engu að síður segjast 96% treysta sér til að framkvæma verkefni sín í bráðatilfellum byggt eingöngu á þekkingu og minni. Því mætti draga þá ályktun að þó að sérhæft fagfólk upplifi sjálfstraust í starfi og sé öruggt í störfum sínum, telji það gátlista gagnleg hjálpartæki. Þegar spurt var um mögulega kosti gátlista, töldu flestir að notkun þeirra myndi auka líkurnar á því að meðferð væri rétt og fullnægjandi og auka öryggi sjúklinga. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á notkun gátlista í bráðatilfellum styðja þetta viðhorf þátttakenda. Þannig sýna niðurstöður rannsókna Hardy og félaga (2018) og Arriaga og félaga (2013) sem báðar voru framkvæmdar við hermiaðstæður meðal skurðstofuteyma, að meðferð í bráðatilfellum er frekar samkvæmt stöðluðum verkferlum viðkomandi bráðatilfella ef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.