Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 84
Undanfarin ár hafa um og yfir 100 manns þurft að bíða eftir útskrift af Landspítalanum á hverjum tíma þó að meðferð þeirra sé lokið. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina útskriftarvanda Landspítalans, hver áhrif hans væru og hvaða lausnir væru vænlegar til að greiða úr vandanum. Notast var við lýsandi eigindlega rannsóknaraðferð í formi viðtala og greiningar þeirra með grundaðri kenningu að hliðsjón. Viðtöl voru tekin við sex starfsmenn Landspítalans sem hafa reynslu af útskriftarmálum. Útskriftarvandi Landspítalans hefur víðtæk og neikvæð áhrif á starfsemi spítalans, starfsfólk hans, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hann veldur þrýstingi á flæði sjúklinga innan spítalans, útskriftarvinnan er mikil og margar hindranir komu í ljós. Innan spítalans er of seint hugað að útskriftarferlinu og skráningu getur verið ábótavant ásamt því að vanda mætti betur til útskriftar. Utan spítalans er mikill skortur á úrræðum, samstillingu úrræða og sveigjanleika. Starfsfólk Landspítalans finnur fyrir álagi, kvíða, lýjandi samskiptum og uppgjöf þegar kemur að útskriftarmálum. Aldraðir sjúklingar finna einnig fyrir kvíða vegna óvissunnar og biðtíminn er skaðlegur heilsu þeirra og færni. Aðstandendur eru margir ráðþrota en vilja öryggi fyrir sinn nánasta ættingja. Viðmælendur greindu frá neikvæðum samfélagslegum viðhorfum gagnvart öldruðum og skorti á fagþekkingu á málefnum aldraðra hjá stjórnvöldum. Tillögur að lausnum til að greiða úr útskriftarvanda Landspítalans eru margþættar. Niðurstöður gefa til kynna að þörf sé á lausnum, innan spítalans og utan hans. Starfsfólk Landspítalans ætti að byrja útskriftarferlið fyrr og vanda betur til. Fjölga þarf úrræðum utan Landspítalans, efla það sem er til nú þegar og samþætta þjónustu. Mikilvægt er að mótuð sé heildræn stefna í málefnum aldraðra og að henni sé fylgt eftir með skýrum hlutverkum og ábyrgð hvers og eins. Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og vinna áfram að úrbótum í heilbrigðiskerfinu til að ná fram hagkvæmum ávinningi fyrir alla. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Aldraðir, útskriftarvandi, skaðlegur biðtími, álag í starfi, úrbætur Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Rannsóknin veitir nýja þekkingu um útskriftarvanda Landspítalans þar sem hann er skoðaður frá mörgum hliðum, það er að segja eðli vandans, orsök, áhrif og tillögur að lausnum. Hagnýting: Niðurstöður geta gagnast til úrbóta í heilbrigðiskerfinu og þjónustu við aldraða ásamt því að bæta heilsu og líðan starfsmanna, aldraðra sem þiggja heilbrigðisþjónustu og aðstandenda þeirra. Þekking: Aukning á fræðilegri þekkingu á þjónustuþörfum aldraða, hjúkrun aldraðra og þörfum á umbótum í heilbrigðiskerfinu. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Aukin þekking og skilningur á áhrifum útskriftarvandans á starfsmenn, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hvatning til úrbóta. Útskriftarvandi Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.