Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 85
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 85 Útskriftarvandi Landspítalans er skilgreindur í nýlegri skýrslu Embætti landlæknis (2019) sem vandi sem myndast þegar ekki er hægt að útskrifa sjúkling, sem lokið hefur meðferð og er metinn útskriftarhæfur, af spítalanum vegna skorts á úrræðum utan hans. Í langflestum tilfellum er um að ræða aldraða einstaklinga sem ekki eru lengur færir um búsetu á eigin heimili vegna líkamlegrar og/eða vitrænnar færniskerðingar. Útskriftarvandinn veldur flæðivanda innan spítalans þar sem sjúklingar sem ekki er hægt að útskrifa teppa rúm á bráðadeildum og erfitt reynist að leggja sjúklinga frá bráðamóttöku inn á viðeigandi bráðadeildir (Embætti landlæknis, 2019). Meðallegutími á Landspítalanum hefur verið að lengjast undanfarin ár og rúmanýting spítalans farið í allt að 105% á sumum deildum (Landspítali, 2019), en æskilegt hámarksviðmið er 85% (Embætti landlæknis, 2019). Hagsmunir og þarfir sjúklinga skulu höfð í öndvegi samkvæmt stefnu Landspítalans og er áhersla lögð á að sjúklingar fái þjónustu á réttu þjónustustigi í öruggu umhverfi (Landspítali, 2020). Miðað við þetta ástand getur starfsfólk Landspítalans ekki veitt sjúklingum þjónustu á viðeigandi þjónustustigi (Embætti landlæknis, 2019). Mikill hraði og aukinn þrýstingur á útskriftir einkenna nútímaspítala (Digby o.fl., 2018), en í samantektarrannsókn Rojas-García og félaga (2018) kemur fram að útskriftarþrýstingurinn auki álag á starfsfólk spítalans, sem getur haft neikvæðar afleiðingar þegar kemur að umönnun sjúklinga. Spítalar teljast almennt ekki ákjósanlegt umhverfi fyrir aldraða sjúklinga, þá sérstaklega til lengri tíma (Digby o.fl., 2018). Of löng lega getur haft slæm heilsufarsleg áhrif á aldraða sjúklinga (Rosman o.fl., 2015). Dagleg hreyfing og virkni minnkar (Rojas-García o.fl., 2018) og hætta er á að sjúklingurinn einangrist félagslega (Wilson o.fl., 2014). Einnig er hætta á að andlegri heilsu hans hraki (Everall o.fl., 2019) og að hann upplifi sig sem byrði (McCloskey o.fl., 2015). Hætta á spítalasýkingum eykst með hverjum deginum ásamt því að hættan á snemmbærum dauða aldraðra sjúklinga eykst (Rojas-García o.fl., 2018; Rosman o.fl., 2015). Samkvæmt mannfjöldaspám er talið að hlutfall fólks á aldrinum 65 ára og eldra muni hækka um allan heim á næstu áratugum og hér á landi er því spáð að það verði 24% íbúa landsins árið 2050 (Hagstofa Íslands, e.d.). Líffræðileg öldrun, ásamt öðrum áhrifaþáttum, eykur líkurnar á heilsu- og færniskerðingu en þó er einstaklingsbundið hve hratt það ágerist (WHO, 2018). Samhliða breytingum á mannfjöldaþróun er hlutfallslegri fækkun spáð í hópi yngra vinnandi fólks. Hlutfallið er nú um fjórir einstaklingar undir 65 ára á vinnumarkaði á móti hverjum einum einstaklingi yfir 65 ára aldri. Á næstu fjórum til fimm áratugum er því spáð að hlutfallið minnki niður í um tvo einstaklinga á vinnumarkaði á móti hverjum einum einstaklingi 65 ára og eldri (OECD, 2017). Með þessari fyrirsjáanlegu mannfjöldaþróun mun álag á heilbrigðiskerfið óhjákvæmilega aukast (Lopreite og Mauro, 2017). Við það skapast áskoranir sem hver og ein þjóð þarf að takast á við og er Ísland þar ekki undanskilið. Mikil þörf er talin á úrbótum í þjónustu við aldraða (Marcusson o.fl., 2019; Modas o.fl., 2019). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO, 2018) leggur áherslu á að heilbrigðiskerfi séu endurskipulögð og betur löguð að þörfum aldraðra og að heilbrigð öldrun sé markmið í öllum stefnum stjórnvalda. Mælt er með samþættri þjónustu fyrir aldraða (Carvalho o.fl., 2017), en með forvörnum og heilsueflingu má draga úr sjúkdómsbyrði og færniskerðingu og þar með minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið (Williams o.fl., 2019). INNGANGUR GUÐFRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR Landspítali SIGURVEIG H. SIGURÐARDÓTTIR Háskóli Íslands Útskriftarvandi Landspítalans Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.