Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 86
86 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Fjölmargar fræðigreinar, skýrslur og rannsóknir benda til að úrræðaleysi ríki í þjónustu við aldraða hér á landi (Embætti landlæknis, 2019; Sigurdardottir o.fl., 2016; Kristín Björnsdóttir, 2008). Opinber stefna er að aldraðir geti „búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf“ (Lög um málefni aldraðra, nr.125/1999). Stefnuleysi í málefnum aldraðra á Íslandi hefur verið gagnrýnt, en óskýr hlutverk aðila í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óljós ábyrgð hvers og eins eru talin stór hluti af helstu annmörkum heilbrigðiskerfisins (Eybjörg Hauksdóttir, 2019a). Til að mæta betur þörfum aldraðra fyrir þjónustu hefur lengi verið kallað eftir heildstæðri stefnu um opinbera öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2018). Sumarið 2021 lagði heilbrigðisráðherra fram ný drög að stefnu í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk þar sem áhersla var lögð á samþætta heilbrigðis- og félagsþjónustu (Halldór S. Guðmundsson, 2021). Ísland sker sig úr í samanburði við það sem er annars staðar á Norðurlöndunum varðandi framlag til þjónustu við aldraða. Hérlendis verjum við minnst í langtímaþjónustu (e. longterm care) miðað við landsframleiðslu. Hlutfall útgjalda er einnig ólíkt, þar sem hérlendis fara um 92% til hjúkrunarheimila en um 7% í þjónustu til þeirra sem eru í eigin búsetu. Miðað við hin norrænu löndin er talsverður munur á þessu hlutfalli, þar sem þar fara 30–64% útgjaldanna í hjúkrunarheimili en 30–70% í heimaþjónustu, það er félagslega heimilishjálp og heimahjúkrun (OECD, 2017). Umönnunarþörf þeirra sem flytja á hjúkrunarheimili hefur aukist á undanförnum árum og staða hjúkrunarheimila fer versnandi (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019). Daggjöld til hjúkrunarheimila eru ekki talin duga til að hjúkrunarheimili geti sinnt þjónustu af þeim gæðum sem þeim ber (Eybjörg Hauksdóttir, 2019,b; Sigurdardottir o.fl., 2016, Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Þá hefur verið bent á að í rannsókn á högum og líðan aldraðra (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2017) kom fram að aldraðir vildu bætta þjónustu í heimahús ásamt fleiri innlitum og meiri viðveru í hvert skipti. Markmið rannsóknarinnar var að skilja og greina ástæður útskriftarvanda Landspítalans. Einnig var markmiðið að kanna hver áhrif hans væru á starfsemi spítalans og hvaða lausnir gætu greitt úr vandanum að mati starfsfólks. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi; Í hverju felst útskriftarvandi Landspítalans? Hver er reynsla starfsmanna af útskriftarvandanum? Hvaða lausnir eru vænlegar til að greiða úr útskriftarvanda Landspítalans? Til að skilja útskriftarvanda Landspítalans var ákveðið að notast við lýsandi eigindlega rannsóknaraðferð í formi viðtala. Með eigindlegri rannsóknaraðferð getur rannsakandi öðlast skilning á reynslu viðmælenda sinna og hvernig þeir skilja veröld sína (Braun og Clarke, 2013). Tekin voru sex viðtöl við starfsmenn Landspítalans og þau greind með nálgun Charmaz (2014) að grundaðri kenningu Glaser og Strauss (1967). AÐFERÐ Útskriftarvandi Landspítalans Þátttakendur Til að ná fram svörum um útskriftarvanda Landspítalans var ákveðið að leita eftir viðtölum við starfsfólk Landspítalans sem þekkir vel til útskriftarvandans og þeirra áhrifa sem vandinn getur haft. Úrtakið var því markmiðsúrtak (e. purposive sampling) þar sem viðmælendur voru valdir út frá tilgangi og markmiði rannsóknarinnar (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Haft var samband með tölvupósti við framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítalans, þar sem rannsóknin var kynnt og óskað eftir upplýsingum um hentuga viðmælendur. Í framhaldinu var haft samband við þátttakendur sem mælt var með, rannsóknin kynnt fyrir þeim og óskað eftir viðtali og tími og staðsetning þá ákveðin. Til að tryggja réttmæti rannsóknar var hugað að breidd í úrtaki, þannig að viðmælendur voru sérstaklega valdir út frá ólíkum starfssviðum og menntun. Þar með var reynt eftir bestu getu að koma í veg fyrir úrtaksskekkju (e. elite bias) (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsfólk innan Landspítalans sem var í lykilstöðu þegar kom að útskriftarmálum Landspítalans. Þátttakendurnir voru allir kvenkyns, störfuðu á Landspítalanum, voru eldri en 40 ára og háskólamenntaðir. Þátttakendurnir komu úr fagstéttum hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og lækna. Braun og Clarke (2013) mæla með notkun gervinafns til að gæta nafnleyndar þátttakenda en gervinöfnin sem voru notuð eru: Bára, Kristín, Margrét, Sigrún, Fjóla og Hafdís. Gagnaöflun og greining Notast var við kerfisbundna greiningu grundaðrar kenningar í anda Charmaz (2104). Samkvæmt Charmaz er ferlið kerfisbundið en jafnframt sveigjanlegt og leiðbeinir rannsóknaraðila hvernig á að móta rannsóknarspurningar, safna og grandskoða gögn sem hann aflar, vinna úr þeim með kóðun og komast að rannsóknarniðurstöðu. Lýsandi gögnum var safnað með viðtölum við þátttakendur. Viðtölin voru hljóðrituð á farsíma rannsakanda með leyfi viðmælenda. Í viðtölunum var stuðst við hálfstaðlaðan viðtalsramma (Tafla 1) með nokkur atriðisorð á blaði sem var fyrir fram mótaður með það að markmiði að ná fram svörum við rannsóknarspurningunum. Spurningum var bætt við jafnóðum í hverju viðtali, eftir því hvernig viðtalið þróaðist, til að dýpka skilning á reynslu viðmælandans. Gagnagreining hefst við gagnaöflun í eigindlegum rannsóknum, en með því getur rannsakandi fundið út hvenær nóg er komið af gögnum og náð þar með mettun (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Viðtölin urðu að endingu sex talsins, en þá hafði mettun náðst að mati rannsakanda. Viðtölin tóku að jafnaði um 40-60 mínútur og var þeim lokið í enda febrúar 2020. Öll viðtölin fóru fram í lokuðu rými á Landspítalanum þar sem næði fékkst. Eftir hvert og eitt viðtal var hlustað ítrekað á hljóðupptökuna, afritað orðrétt og lesið vandlega yfir til að fá dýpri skilning á reynslu og frásögn viðmælandans. Viðtalið var kóðað með lýsandi athugasemdum rannsakanda. Hver kóði var eitt til þrjú orð og án túlkunar og mats rannsakanda. Viðtölin voru þá aftur lesin yfir og unnið að greinandi minnisblaði samhliða þar sem innihald viðtalanna var flokkað eftir kóðunum. Farið var vandlega yfir alla kóðana, merkt við þá sem komu upp aftur og aftur og þeir flokkaðir í svipaða flokka. Sú úrvinnsla endaði með sex stórum meginþemum, sem öll voru með þremur til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.