Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 89
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 89 Ritrýnd grein | Peer review ámælisvert að ekki væri hægt að útskrifa aldraða sjúklinga af Landspítalanum vegna vöntunar á úrræðum. Viðmælendur nefndu að kerfið væri allt of flókið, að það þyrfti að endurskipuleggja það og að vöntun væri á heildrænni stefnu. Heimahjúkrun er það úrræði sem fékk mestu umfjöllunina frá viðmælendum. Kristín sagði að ágætt samstarf væri á milli starfsmanna Landspítalans og heimahjúkrunar en það gæti verið erfitt að fá þá þjónustu sem sótt væri um. Misjafnt aðgengi að heimahjúkrun eftir hverfum og milli sveitarfélaga væri augljóst. Kristín sagði oft erfitt að fá þjónustu: „Það er bara hryllilegt stundum … í ákveðnum hverfum.“ Hafdís sagði „heimahjúkrun er náttúrlega bara gríðarlega veik… að mörgu leyti illa skipulögð“ og kallaði hana eyland eftir að heilsugæslan var aðskilin frá þeim. Hjúkrunarheimili og staða þeirra kom þá einnig til umræðu en Bára sagði að það væru „alltof margir að bíða á spítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili.“ Sigrún benti á að hjúkrunarheimilin nú á dögum „hafi ekki bolmagn“ til að taka fljótt við sínum íbúum aftur eftir innlögn á spítala, til að mynda ef þörf væri á áframhaldandi sýklalyfjagjöf í æð. Hún sagði að ástæðan fyrir þeirri þróun væri lág daggjöld til hjúkrunarheimila sem leiddi til ráðningar færri fagmenntaðra starfsmanna. Það orsakaði einnig fleiri innlagnir frá hjúkrunarheimilunum, „fólk er að koma hingað á Landspítalann ... veikt frá hjúkrunarheimilum í allt of miklum mæli ... því að það eru ekki burðir til þess að bregðast við.“ Margrét benti á að ástandið væri orðið það slæmt að „það má segja að, hérna, úrræðaleysi í sveitarfélögunum með þjónustuna getur gert það að verkum að viðkomandi fer í færni- og heilsumat en ekki heim.“ Reynsla og upplifun starfsmanna af útskriftarvanda Landspítalans Viðmælendur greindu frá því að þeir upplifðu erfiðleika og álag í starfi í tengslum við útskriftarmálin ásamt því að útskriftarvandinn hefði slæm áhrif á samskipti starfsmanna innan Landspítalans við aðra þjónustuaðila og við aðstandendur. Hafdís sagði: „Þetta er bara ógeðslega lýjandi og þetta er ógeðslega erfitt og þetta er barátta á hverjum einasta degi.“ Bára lýsti uppgjöf hjá starfsmönnum vegna vandans og Kristín sagði að útskriftarmálin gætu verið „bara hryllileg.“ Kristín afsakaði jafnframt neikvæðni sína en benti á að „okkar glíma er gjörsamlega þessi í hnotskurn“ og að útskriftarmálin: „þau eru bara að valda því að maður er, sko, ... hugsar á hverjum degi: fyrir hvern er ég að þessu.“ Sigrún sagði að vandinn gæti valdið gremju starfsmanna á milli deilda, að það væri „verið að pressa áfram í kerfinu og hver bendir á annan.“ Margrét lýsti erfiðum samskiptum við þjónustuaðila utan Landspítalans og sagðist þurfa „að anda djúpt ... áður en maður fer að hringja í heimaþjónustu eða ... þú átt endurtekin símtöl ... endurtekið kvabb ...“ og nefndi þá einnig að „það þarf að vera þannig að það er hægt að hringja og biðja um innlit tvisvar til þrisvar á dag í (sveitarfélag) að það sé ekki bara hlegið að manni.“ Ágreiningur getur komið upp á milli aðstandenda og starfsmanna en Fjóla sagði að ef kafað væri djúpt í málið væri oft gild ástæða að baki. „Fólk skilur alveg í hvaða stöðu við erum og við skiljum alveg í hvaða stöðu aðstandendur eru,“ sagði Kristín, „en samt birtist þessi reiði ... þessi svona erfiðu samskipti og allt þetta ... og þetta birtist gagnvart starfsfólki hér.“ Bára sagðist oft kvíða því að ræða heimferðina við aðstandendur og Hafdís sagði samskiptin vera lýjandi og reyna mikið á en jafnframt að hún hefði skilning á stöðu aðstandenda: „þú veist, það er ekki eins og þetta séu vondir einstaklingar ... það er ekki það sem þetta snýst um. Þetta er bara einhvern veginn, þeir eru bara í pattstöðu, það er bara mjög algengt.“ Sigrún talaði þá um falskt öryggi þar sem aðstandendur teldu margir að spítalinn væri öruggari staður en heimili einstaklingsins. Viðmælendur sýndu samúð með öldruðum sjúklingum Landspítalans. Kristín sagði þá þakkláta fyrir þá aðstoð sem þeir fengju og Margrét benti á að „þessi kynslóð sem eru aldraðir ... þetta er fólk sem vill ekki vera með neitt vesen ...vill ekkert vera eitthvað að láta hafa of mikið fyrir sér.“ „Þetta er ömurleg staða,“ sagði Hafdís, og „það er ömurlegt að vera eyrnamerktur sem biðsjúklingur.“Biðtíminn og óvissa um framtíðina getur reynst öldruðum erfið, miðað við svör viðmælenda. Kristín sagði sjúklingana vilja vera í öruggum höndum og það að vita ekki hvað kæmi næst reyndist þeim erfitt. „Þessi óvissa um að geta fengið eitthvað ... og að fara þangað eða hingað og eitthvað svona ... hvað verður um mig?“ Of löng lega á spítala getur haft slæm heilsufarleg áhrif á aldraðan einstakling. „Þú þarft ákveðinn tíma til að ná þér en eftir það getur þú bara orðið innlyksa,“ sagði Bára og Sigrún benti á að á spítalanum væri „allt umhverfið andstætt þínum þörfum“, að aukin hætta væri á óráði, færniskerðingu og spítalasýkingum. Hafdís taldi þá að eftir langa legu og flutning á milli ýmissa deilda „þá eru margir einhvern veginn bara búnir að gefast upp“. Innri lausnir Innri lausnir, samkvæmt svörum viðmælenda, snúa að úrbótum innan Landspítalans. Hefja þarf útskriftarferlið um leið og hægt er, þá helst strax við innlögn. Markmiðið er alltaf númer eitt að fara heim, eins og Kristín sagði, og að starfsfólk þurfi að „presentera mikilvægi þess að sjúklingar útskrifist heim“. Fjóla lagði áherslu á að vinna jafnt og þétt að útskrift frá fyrsta degi og þá í samvinnu við aðstandendur og Margrét sagði að „það er svolítið mikið lykilatriði að allir séu samstíga“. Bæta má skráningu, en það auðveldar fyrir meðferð og við útskrift, samkvæmt Kristínu. Sama má segja um uppvinnslu sjúklings, myndatökur, lyfjabreytingar og annað slíkt; hana þarf að klára sem fyrst eftir því sem kostur er en vegna álags á flæði innan spítalans óttast bæði Margrét og Bára að ef til vill fái aldraðir ekki nægjanlega uppvinnslu og vandanum verði ýtt áfram á næstu deild. Passa þarf því upp á að aldraðir sjúklingar fái jafngóða uppvinnslu og aðrir og lagði Hafdís áherslu á að vanda vel til útskriftar, meðal annars til að minnka líkurnar á endurinnlögn. Fjóla taldi þá mikilvægt að deildirnar ynnu vel saman, að starfsfólk skipti verkum á milli sín og nýtti sér útskriftarteymi Landspítalans ef þörf væri á. Endurhæfing utan spítalans kom þá einnig til tals en mögulega væri hægt að útskrifa fyrr ef það úrræði væri eflt. Ytri lausnir Ytri lausnir, að mati viðmælenda, snúa fyrst og fremst að umbótum í heimaþjónustu, betri nýtingu annarra úrræða og fyrirbyggja óþarfar innlagnir. Allir viðmælendur sögðu frá því að efla þyrfti heimahjúkrun að þeirra mati. Margrét myndi vilja að hægt væri að sækja um nokkur innlit á dag í öllum hverfum og sveitarfélögum án þess að biðtími væri of langur og Sigrún myndi vilja að hægt væri að setja inn meiri þjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.