Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 90
90 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 boðið upp á flóknustu meðferðarúrræðin og jafnframt borið samhliða ábyrgð á öllum þeim sem þurfa á áframhaldandi aðstoð að halda sem ætti að vera hægt að veita utan spítalans. Stjórnvöld bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Íslendinga og er þjónusta á viðeigandi þjónustustigi réttur sjúklinga samkvæmt stefnu um heilbrigðisþjónustu (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Spurningin er hvenær þolmörkum verður náð þegar kemur að öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og hvort þessi staða er ásættanleg yfirleitt eins og er. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að seinkun á útskrift byggir á innri og ytri hindrunum og samræmist það niðurstöðum erlendra rannsókna (Modas o.fl., 2019). Innan Landspítalans reyndust innri hindranir meðal annars vera þær að útskriftarferlið hæfist of seint og uppvinnslu á meðferð aldraðra sjúklinga gæti verið ábótavant. Velta má því fyrir sér af hverju útskriftarferlið hefst of seint, hvort verklagsreglur um útskriftarferli á Landspítalanum séu ekki samræmdar milli allra deilda og/eða ekki nógu skýrar. Eins vaknar sú spurning hver ástæðan sé að baki því að aldraðir fái ef til vill ekki sömu þjónustu og hvort um aldursmismunun sé að ræða. Ytri hindranir í útskriftarmálum Landspítalans, að mati viðmælenda, eru skortur á þjónustuúrræðum fyrir aldraða, að kerfið sé of flókið og illa skipulagt, og að hlutverk og ábyrgð hvers og eins þjónustuaðila séu ekki nógu skýr. Þessar niðurstöður samræmast skýrslu Embættis landlæknis (2019), þar sem fram kemur að útskriftarvandi Landspítalans myndist vegna skorts á úrræðum utan spítalans og að óskýr hlutverk aðila og ábyrgð hvers og eins séu talin vera helstu annmarkar heilbrigðiskerfisins hérlendis (Eybjörg Hauksdóttir, 2019a). Það skýrir að vissu leyti of mikið álag á starfsemi Landspítalans en er engu að síður algjörlega óásættanleg staða fyrir alla sem koma við sögu og lýsir því ef til vill að um kerfisbundinn vanda sé að ræða sem þarfnist allsherjarúrbóta. Mikið álag er á starfsfólki í vinnu tengdri útskriftarvandanum, starfið er erfitt, lýjandi og vanþakklátt, leiðir til erfiðra samskipta og jafnvel til uppgjafar í starfi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Of mikið álag í starfi getur haft neikvæðar afleiðingar á starfsfólk (Rojas-García o.fl., 2018) og viðvarandi álag getur haft streituvaldandi áhrif, aukið kvíða og leitt til kulnunar í starfi (Berman o.fl., 2016). Þrýstingur á útskriftir er það mikill að svo virðist sem starfsfólk hagi störfum sínum gegn eigin sannfæringu. Samkvæmt siðareglum Landspítalans (e.d.) á starfsfólk spítalans að haga störfum sínum þannig að hagsmunir sjúklings og spítalans séu hafðir að leiðarljósi. Það setur starfsfólk Landspítalans í vonda stöðu þegar erfitt er að tryggja hagsmuni beggja aðila í hverju tilviki fyrir sig. Upplifun viðmælenda í heildina af aðstæðum aldraðra sjúklinga, sem dvelja lengur en þörf er á á Landspítalanum, er sú að biðin og óvissan sé öldruðum erfið, að spítalaumhverfið henti ekki öldruðum sjúklingum og að það hafi með tímanum slæm heilsufarsleg áhrif. Það samræmist því miður fræðunum, en bið og óvissa hefur slæm áhrif á aldraða sjúklinga (Cressman o.fl., 2013) og spítalar teljast almennt ekki ákjósanlegt umhverfi fyrir aldraða sjúklinga, sérstaklega ekki til lengri tíma (Digby o.fl., 2018). Yfirlýst markmið íslenskrar heilbrigðisstefnu eru að öryggi í heilbrigðisþjónustu eigi að snúast um að bæta heilsu og auka lífsgæði fólks en ekki að auka hættu á skaða (Heilbrigðisráðuneytið, 2019) og þar af Útskriftarvandi Landspítalans Útskriftarvandi Landspítalans hefur víðtæk og neikvæð áhrif á starfsemi hans, starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Of mikil ábyrgð og álag er á starfsemi og starfsfólk Landspítalans sem veita flóknustu meðferðarúrræðin og í bráðaaðstæðum, meðan aðrir þjónustuaðilar virðast geta sagt sig frá verkefnum. Landspítalinn sem stofnun getur ekki einn UMRÆÐA tímabundið ef ástand hins aldraða í heimahúsi versnaði, en með því væri ef til vill hægt að koma í veg fyrir „að viðkomandi lendi í tvo, þrjá, fjóra sólarhringa hérna á bráðamóttökunni áður en hann kemst upp á legudeild“ eins og Fjóla kom að orði. Heimahjúkrun hefði þá gott af læknisstuðningi samkvæmt Sigrúnu og Hafdísi og meiri viðvera væri æskileg samkvæmt Fjólu. Endurhæfingarteymið, hluti af heimaþjónustu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fékk góða dóma en það mætti efla enn betur til að hjálpa öldruðum í sjálfstæðri búsetu. Flestir viðmælendur vildu einnig sjá fjölgun á dagvistunarúrræðum, hvíldarinnlögnum, íþróttastarfi og öðru sem gæti gagnast öldruðum til að búa lengur í heimahúsi og við góða heilsu, ásamt því að fjölga mætti búsetuúrræðum og auka þar fjölbreytni. Kristín, Sigrún og Fjóla myndu vilja sjá sameiginlega Heilsugátt milli starfsmanna í öllu heilbrigðiskerfinu til að auðvelda samskipti og flestir viðmælendur töluðu fyrir áframhaldandi samþættingu í heimaþjónustu. Fjóla sagði kostinn við samþætta heimaþjónustu vera að þá væri „rétt fagfólk á réttum stað“ hverju sinni. Aukin ábyrgð ríkis og sveitarfélaga Viðmælendur töldu þörf á endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu með tilliti til aldraðra og að einfalda það. Þá væri mikilvægt að fjármagn væri nýtt rétt, mikilvægt væri að horft væri á heildarmyndina og til annarra norrænna landa til að ná fram hagkvæmum árangri. Starfsfólk ráðuneytanna þyrfti að „setja sig í spor aldraðra“ að mati Báru, Hafdísi fannst sárvanta að stjórnvöld leituðu í meiri mæli til fagfólks í heilbrigðismálum og Sigrún lagði áherslu á að sett yrði fram heildræn stefna í málefnum aldraðra og að henni væri fylgt eftir. Stuðla þyrfti að áframhaldandi samþættingu en eins og Fjóla sagði: „Það hlýtur að vera mikill ávinningur fyrir fjölda kerfa að vinna saman.“ Ábyrgð og hlutverk allra þjónustuaðila þyrftu að vera skýr eins og Hafdís benti á: „að það þyrfti að fara að hugsa um kerfið sem heild …„ og sagði að Landspítalinn gæti ekki leyst allan vandann einn og sér. Margrét vildi að sveitarfélögin bæru ábyrgð á sínum íbúum og Hafdís vísaði í „skandinavíska módelið“ þar sem sveitarfélag væri látið borga sekt ef það gæti ekki tekið við sínum íbúa eftir útskrift af spítala vegna skorts á þjónustu í heimahús. Fjóla taldi það vera „aðalmarkmiðið að styðja fólk í að vera lengur heima og í sjálfstæðri búsetu“ og að það væri „alveg orðið tímabært að taka það upp um nokkur stig“. Síðast en ekki síst þyrfti að bæta fræðslu og aðgengi að upplýsingum sem sneru að öldruðum. Fjóla lagði áherslu á það og sagði að það sem „sparar mesta peninga er bætt lýðheilsa og forvarnir“. Þá vildi hún sjá meiri stuðning fyrir aldraða og aðstandendur þeirra, en stuðningur og fræðsla gæti skipt sköpum. Fjólu, Sigrúnu og Hafdísi fannst að tími væri kominn til þess að fólk tæki meiri ábyrgð á eigin heilsu og tryggði þar með farsæla öldrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.