Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 94
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða virðingu sem hluta af umönnun í heilbrigðisþjónustu með áherslu á að lýsa leiðum sem hjúkrunarfræðingar geta notað í daglegu starfi til að viðhalda og efla virðingu sjúklinga. Rýnirannsókn (e. Scoping studies). Leitað var í gagnasöfnunum PubMed, Web of Science og Scopus að efni frá 1997-2017. Leitarorðin voru: Dignity in healthcare, dignity nursing, fostering dignity (virðing í heilbrigðisþjónustu, virðing í hjúkrun, að stuðla að virðingu). Fjórtán greinar voru valdar í samantektina. Tólf greinanna voru eigindlegar rannsóknir, ein var fræðigrein og ein fræðileg samantekt/ hugtakagreining. Alls voru nefnd fimmtíu og sjö þemu í niðurstöðum þessara fjórtán greina. Þessi þemu voru borin saman og þau sem voru lík flokkuðust saman í fjögur ný meginþemu: Persónumiðuð hjúkrun; Eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga; Samskipti og Umhverfi. Að viðhalda og efla virðingu sjúklinga byggir á framkomu hjúkrunarfræðinga og samskiptum sem fela í sér að sjúklingi finnist að á hann sé hlustað og tekið hafi verið tillit til hans sjónarmiða. Umhverfið hefur einnig áhrif á virðingu, að aðbúnaður sé góður og skilyrði séu fyrir næði. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Hjúkrunarfræðingar þurfa að ígrunda hugsanir sínar, tilfinningar og framkomu í daglegri umönnun til að geta viðhaldið virðingu sjúklinga. Hagnýting: Þegar hugað er að virðingu sjúklinga finna þeir fyrir stjórn, sjálfstrausti og vellíðan. Þekking: Hjúkrun sem viðheldur og eflir virðingu er gefandi og veitir starfsánægju. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Virðing er ekki fólgin í því að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sjálfan sig, heldur felur hún í sér að koma fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig. Að efla virðingu í daglegri hjúkrun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.