Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 97
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 97 Ritrýnd grein | Peer review Alls voru nefnd fimmtíu og sjö þemu í niðurstöðum þessara fjórtán greina. Þessi þemu voru borin saman og þau sem voru lík flokkuðust saman í ný þemu. Smíðuð voru fjögur ný meginþemu með tólf undirþemum úr niðurstöðum þeirra (Mynd 3). Persónumiðuð hjúkrun Þrettán niðurstöður tengdu virðingu við persónumiðaða hjúkrun (Anderberg, o.fl., 2007; Arman og Rehnsfeldt, 2007; Gallagher, 2004; Hall og Höj, 2012; Heijkenskjöld, Ekstedt og Lindwall, 2010; Lin og Tsai, 2010; Lin,Tsai og Chen, 2011; Matiti og Trorey, 2008; Papastavrou, Efstathiou, Andreou, 2016; Walsh og Kowanko, 2002; Webster og Bryan, 2009; Williams, Kinnear og Victor, 2016; Woolhead, o.fl., 2006). Persónumiðuð hjúkrun skiptist í fjögur undirþemu: Að horfa á sjúkling sem manneskju; hver sjúklingur er einstakur; að styðja við sjálfstæði, þátttöku og val sjúklings; að styðja við jákvæða líkamsímynd sjúklings. Að horfa á sjúkling sem manneskju fól í sér að hlutgera ekki sjúklinga heldur virða persónuleika þeirra (Walsh og Kowanko, 2002). Horfa ætti á sjúklinga heildrænt (Arman og Rehnsfeld, 2007). Það væri vanvirðing við sjúklinga að kalla þá eftir NIÐURSTÖÐURvirðingu sem snýr að heilbrigðisstarfsfólkinu sjálfu. Þá stóðu eftir 29 greinar og til að þrengja meira og sérhæfa niðurstöður, voru fjarlægðar greinar sem fjölluðu um virðingu á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili eru heimili fólks og er því umhverfið þar ekki sambærilegt því sem gerist á sjúkrahúsum þar sem fólk dvelur tímabundið. Valdar voru greinar sem fjölluðu um virðingu og fólu í sér að hægt væri að hagnýta niðurstöðurnar til að viðhalda og efla virðingu sjúklinga á sjúkrahúsum. Að lokum stóðu fjórtán greinar eftir í samantektina. Sjá mynd 1. Gagnagreining Í gagnagreiningu voru niðurstöður rannsóknanna lesnar yfir og kortlagðar (Arksey og O’Malley, 2005). Tilgangur gagnagreinarinnar var að finna þá þætti sem hægt væri að nýta í daglegu starfi hjúkrunarfræðinga. Höfundur ákvað að setja niðurstöðurnar fram sem þemu þar sem stærstu hlutar rannsóknanna voru eigindlegar rannsóknir sem settu fram niðurstöður sínar sem þemu. Notuð var þemagreining þar sem flokkuð voru saman lík þemu eða flokkar niðurstaðna og smíðuð ný þemu. Alls voru nefnd fimmtíu og sjö þemu í niðurstöðum þessara fjórtán greina. Þessi þemu voru borin saman og þau sem voru lík flokkuðust saman í fjögur ný meginþemu. Þetta var flókið ferli þar sem miklar tengingar gátu verið milli þemanna. Mynd 2. Einkenni greinanna í samantektinni Höfundur og ár Rannsóknarhópur Markmið Aðferðafræði Anderberg o.fl., 2007 Fullorðnir sjúklingar Að skýra hver er merking þess að viðhalda virðingu Fræðilegt yfirlit, hugtakagreining Arman og Rehnsfeldt, 2007 Sjúklingar, hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar Að skýra hvað er góð siðferðisleg umönnun Fyrirbærafræði Dawood og Gallini, 2010 Sjúklingar og umönnunaraðilar Að skýra frá reynslu sjúklinga af virðingu i umönnun Eigindleg aðferðarfræði, frásagnir Gallagher, 2004 Á ekki við Að skýra hvað er virðing í heilbrigðisþjónustu Yfirlitsgrein Hall og Höj, 2012 Hjúkrunarfræðingar Að skoða reynslu danskra hjúkrunarfræðinga á umönnun aldraða á sjúkrahúsum Önnur greining á eigindlegu viðtali Heijkenskjöld o.fl., 2010 Hjúkrunarfræðingar Að skoða hver er skilningur hjúkrunarfræðinga á virðingu sjúklinga á sænskum lyflæknisdeildum Fyrirbærafræði Lin og Tsai, 2010 Hjúkrunarfræðingar Að rannsaka hvernig hjúkrunarfræðingar viðhalda virðingu sjúklinga Eigindleg aðferðafræði, Lin o.fl., 2011 Sjúklingar Að skoða virðingu í umönnun frá sjónarhorni sjúklinga í Taívan Eigindleg aðferðarfræði, viðtöl Matiti og Trorey, 2008 Sjúklingar Að skoða sjónarhorn sjúklinga um þá þætti sem stuðla að virðingu þeirra sé viðhaldið á sjúkrahúsi og hvort henni hafi verið viðhaldið eða ekki Fyrirbærafræði Papastavrou o.fl., 2016 Hjúkrunarfræðinemar Að skoða virðingu sjúklinga frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinema Rýnihópar og efnisgreining Walsh og Kowanko, 2002 Hjúkrunarfræðingar og sjúklingar Að sjá hvað felst í virðingu frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, hvernig hún er skilgreind út frá reynslu þeirra og skilgreina hjúkrunarmeðferðir sem viðhalda eða efla virðingu sjúklinga Fyrirbærafræði Webster og Bryan, 2009 Aldraðir sjúklingar Að skoða reynslu aldraða sjúklinga á hvað virðing er á sjúkrahúsum og hvernig hún er efld Eigindleg aðferðafræði, viðtöl Williams o.fl., 2016 Fagfólk í heilbrigðiskerfinu Að skoða hvað heilbrigðisfagfólk telur að sé virðing í umönnun og reynslu á að veita hana Eigindleg aðferðafræði, djúpviðtöl Woolhead o.fl., 2006 Fullorðnir einstaklingar og fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu Að meta reynslu af tjáskiptum milli fullorðinna einstaklinga og heilbrigðis- og félagsþjónustu í sex Evrópulöndum Eigindleg aðferðafræði, rýnihópar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.