Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 98

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 98
98 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Að efla virðingu í daglegri hjúkrun sjúkdómsgreiningu eða stofunúmeri (Papastavrou o.fl., 2016). Taka ætti tillit til trúar, hæfni, gilda og lífssögu hvers og eins (Hall og Höj, 2012). Það að hver sjúklingur sé einstakur fól í sér að allir hafi rétt á að þeim sé sýnd virðing. Mismunun vegna aldurs, þjóðernis, stöðu í þjóðfélagi og kynþáttar ógnar virðingu. Einnig skiptir ekki máli hvort sjúklingur sé með meðvitund eða ei (Papastavrou o.fl., 2016; Lin og Tsai, 2010). Aldraðir eru í frekari hættu á að upplifa mismunun (Webster og Bryan, 2009). Að styðja við sjálfstæði, þátttöku og val sjúklings fól í sér að taka tillit til óska sjúklinga og leyfa þeim að vera þátttakendur í eigin umönnun (Heijkenskjöld o.fl., 2017). Sjálfræði og stjórn voru lykilþættir virðingar en þeir sem eru öðrum háðir voru líklegri til að upplifa virðingarleysi (Webster og Bryan, 2009; Matiti og Trorey, 2008). Skert sjálfsbjargargeta ógnaði virðingu (Papastavrou o.fl., 2016). Það þyrfti að aðlaga umhverfi og aðstæður að getu sjúklinganna (Anderberg o.fl., 2007). Sjúklingar vildu geta tekið ákvörðun um eigin meðferð (Lin, o.fl., 2011). Miklvægt var að sjúklingar sjálfir væru þátttakendur í eigin umönnun og það ætti að taka tillit til óska þeirra (Woolhead o.fl., 2006). Að styðja við jákvæða líkamsímynd sjúklings fól m.a. í sér mikilvægi þess að sjúklingar fengju tækifæri til að klæðast eigin fötum í stað sjúkrahúsfata og vera hreinir og snyrtilegir (Hall og Höj, 2012; Matiti og Trorey, 2008). Eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga Alls bentu ellefu greinar á hvernig þrír eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga höfðu áhrif á virðingu sjúklinga (Anderberg o.fl., 2007; Arman og Rehnsfeld, 2007; Dawood og Gallini, 2010; Gallagher, 2004; Heijkenskjöld, 2017; Lin og Tsai, 2010; Lin o.fl., 2011; Matiti og Trorey, 2008; Walsh og Kowanko, 2002; Webster og Bryan, 2009; Williams, o.fl., 2016) Þessir eiginleikar mynduðu þrjú undirþemu sem voru: athygli og góðmennska; að vera málsvari og félagi og litlu þættirnir; athygli og góð- mennska fólu í sér að geta sett sig í spor sjúklinga og veitt veruleika þeirra athygli og samúð (Lin og Tsai, 2010; Matiti og Trorey, 2008). Dawood og Galini (2010) vildu meina að hjúkrunarfræðingar væru umhyggjusamir en oft önnum kafnir við skriffinnsku sem tæki athyglina af sjúklingunum og hamlaði þar með virðingu. Að vera málsvari og félagi sjúklinganna var eiginleiki sem efldi virðingu sjúklinga. Sjúklingarnir höfðu þörf á að finna að hjúkrunarfræðingarnir stæðu með þeim (Lin o.fl., 2011) og að þeir hefðu áhuga á þeim og þeirra lífi (Heijkenskjöld o.fl., 2010). Þeir væru málsvarar þeirra sem ekki gátu svarað fyrir sig og væru jafnvel látnir (Walsh og Kowanko, 2002). Arman og Rehnsfeld (2007) nefndu mikilvægi þess fyrir sjúklingana að finna að samskipti við heilbrigðisstarfsfólk væri á jafnréttisgrundvelli. Þeir fjölluðu líka um litlu þættina sem var þriðja þemað en þeir þættir drógu úr þjáningu og fengu sjúklinga til að finnast að þeir skiptu máli. Þetta gat verið eitthvað sem hjúkrunarfræðingurinn gerði fyrir sjúkling en væri ekki endilega partur af umönnun hans, t.d. taka rusl af borði fyrir sjúkling sem væri rúmfastur (Lin, o.fl., 2011). Samskipti Tólf greinar birtu niðurstöður sem bentu á hvernig samskipti hefðu áhrif á að viðhalda og efla virðingu. (Anderberg o.fl., 2007; Dawood og Gallini, 2010; Gallagher, 2004; Heijkenskjöld o.fl., 2017; Lin og Tsai, 2010; Lin o.fl., 2011; Matiti og Trorey, 2008; Papastavrou o.fl., 2016; Walsh og Kownako, 2002; Webster og Bryan, 2009; Williams o.fl., 2016; Woolhead o.fl., 2006). Samskiptum var skipt í þrjú undirþemu. Það fyrsta var að hlusta á sjúkling og gefa tíma (Anderberg, o.fl., 2007; Matiti og Trorey, 2008, og Woolhead o.fl., 2006). Þar var bent á að það væri ekki bara léleg hæfni starfsfólks sem hefði áhrif á þessi samskipti heldur byði vinnufyrirkomulag ekki upp á að starfsfólkið hefði þennan tíma (Woolhead o.fl., 2006; Papastavrou o.fl., 2016). Sjúklingar tjáðu óþægindi þegar hlutir eins og böðun voru framkvæmdir í flýti (Walsh og Kowanko, 2002). Það væri hægt að efla virðingu sjúklinganna með því að gefa þeim næði til að tjá tilfinningar sínar (Heijkenskjöld o.fl., 2017). Annað undirþemað var skýr tjáskipti og hvernig ávarpað og fól það í sér mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar kynntu sig með nafni og skýrðu frá því hvað þeir væru að fara að gera (Dawood og Gallini, 2010; Walsh og Kowanko, 2002; Williams o.fl., 2016). Undir þetta þema féll einnig sú vanvirðing sem fullorðnir sjúklingar verða fyrir þegar talað væri við þá eins og börn (Anderberg o.fl., 2007; Heijkenskjöld o.fl., 2017; Woolhead o.fl., 2006). Webster og Bryan (2009) bentu á mikilvægi óyrtu tjáningarinnar og að framkoma hefði oft meiri áhrif heldur en hvernig hlutir eru sagðir. Hjá Woolhead o.fl. (2006) kom fram að orðanotkun eins og „elskan“ og „vinan“ gæti verið niðurlægjandi fyrir sjúklinga. Þriðja undirþemað var upplýsingar og trúnaður. Margar rannsóknirnar fjölluðu um mikilvægi þess að veita sjúklingunum greinargóðar upplýsingar og útskýra meðferðir. Einnig ætti að biðja um leyfi áður en meðferð væri veitt (Heijkenskjöld o.fl., 2017; Matiti og Trorey, 2008). Sjúklingar höfðu þörf fyrir upplýsingar augliti til auglitis í stað þess að fá bara bæklinga (Dawood og Gallini, 2010). Það að framkvæma inngrip á sjúklingum eins og að mæla blóðþrýsting eða sprauta, án þess að fá leyfi eða útskýra hvað væri í vændum ógnaði virðingu hans (Papastavrou o.fl., 2016). Jafnframt var mikilvægt að ræða ekki um mál sjúklinga svo aðrir heyrðu til Mynd 3. Niðurstöðum var skipt í fjögur 4 meginþemu sem skiptust svo niður í undirþemu. Persónumiðuð hjúkrun Eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga Samskipti Umhverfi Að horfa á sjúkling sem manneskju Athygli og góðmennska Hlusta á sjúkling og gefa tíma Aðbúnaður Hver sjúklingur er einstakur Að vera málsvari og félagi Skýr tjáskipti og hvernig ávarpað Næði Að styðja við sjálfstæði, þátttöku og val sjúklings Litlu þættirnir Upplýsingar og trúnaður Að styðja við jákvæða líkamsímynd sjúklings
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.