Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 105

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 105
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 105 Offita er orðið eitt stærsta heilsufarsvandamálið í heiminum og hefur Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin lýst yfir heimsfaraldri vegna þess. Sérstakt áhyggjuefni er aukning á ofþyngd meðal barna en árið 2016 voru um 18% barna í heiminum of þung og er það aukning um þriðjung frá árinu 1975 þegar hlutfallið var 4%. Árið 1975 var einungis rétt undir 1% barna á aldrinum fimm til 19 ára sem voru of feit en árið 2016 var hlutfallið komið í um 7% (WHO, 2016). Í rannsókn Brynhildar Briem (1999) á breytingum á hæð og þyngd meðal níu ára barna í Reykjavík kom í ljós að hlutfall ofþyngdar og offitu jókst frá árinu 1958 til 1998 úr 6,5% í 23,7%. Samkvæmt niðurstöðum mælinga í heilsuvernd skólabarna á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2004 til 2012 hægðist á þyngdaraukningunni og hlutfall of þungra og feitra barna í 1., 4., 7. og 9. bekk stóð nánast í stað. Hlutfall of þungra barna í 1., 4., 7. og 9. bekk var 21% árið 2012, þar af var 4,7% barnanna með offitu (Stefán Hrafn Jónsson, o.fl., 2013). Samkvæmt óbirtum niðurstöðum mælinga skólasviðs Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá skólaárinu 2018- 2019 voru að meðaltali um 23% grunnskólabarna á Íslandi of þung, þar af voru 5,8% of feit. Á Suðurnesjum var hlutfallið nokkuð hærra. Hlutfall barna í yfirþyngd var um 28% og hafði aukist um 3% frá 2014-2019. Þá jókst hlutfall of feitra stúlkna um 0,9% í 7,1% og of feitra drengja um 5,4% í 12% (Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, 2019). Í heilsuvernd skólabarna hérlendis eru viðmið Cole o.fl. (2000) notuð við mat á líkamsþyngdar- stuðli barna (Stefán Hrafn Jónsson o.fl., 2011). Viðmiðin eru kynjaskipt og sett fram fyrir börn á aldrinum tveggja til 18 ára, notuð eru heil og hálf aldursár barna, reiknuð út frá fæðingardegi og skráningardegi mælinga. Ef aldurstengdur líkamsþyngdarstuðull (LÞS) barna frá fimm til nítján ára er einu staðalfráviki fyrir ofan meðaltal eru þau almennt talin vera of þung en of feit ef þau eru tveimur og hálfu staðalfrávikum fyrir ofan meðaltal (Cole o.fl., 2000). Offita snemma á lífsleiðinni getur haft margvíslegar afleiðingar og eykur líkur á ýmsum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, sykursýki og stoðkerfisvandamálum auk lungnasjúkdóma og kæfisvefns (Andersen ofl., 2016; Brady, 2017; Weihrauch-Blüher o.fl., 2019). Rannsóknir sýna að hár LÞS og hátt hlutfall fituvefs hjá börnum eykur hættu á D-vítamín- og járnskorti (Weihrauch-Blüher o.fl., 2019). Ofþyngd fylgir börnum gjarnan yfir á fullorðinsár en um helmingur of feitra barna eru enn of feit á unglingsárum auk þess sem þau eru fimm sinnum líklegri til að vera enn með offitu þegar komið er á fullorðinsár samanborið við börn sem ekki eru of feit (Simmonds o.fl., 2016). Þá eru sálrænar afleiðingar sem fylgja offitu barna ekki síður algengar en líkamlegar afleiðingar svo sem lágt sjálfsmat, þunglyndi, kvíði, lélegri frammistaða í skóla og fleiri tilfinninga- og hegðunarvandamál (Sagar og Gupta, 2018; Topcu o.fl., 2016). Margt bendir til þess að tengsl séu á milli ofþyngdar hjá börnum og ýmissa lífsstíls- og umhverfisþátta. Samkvæmt skýrslu OECD (2019) um byrði offitu kemur fram að allt að 50% fólks borðar ekki nógu heilsusamlega fæðu samkvæmt alþjóðlegum ráðleggingum og einn af þremur hreyfir sig ekki nóg því um 40% af vökutíma er eytt í kyrrsetu. Erfðir og sjúkdómar geta haft áhrif á þróun offitu en eru þó sjaldan orsök hennar en erfðagallar hafa sýnt sig að skýra aðeins um eitt prósent tilfella offitu barna (Ells o.fl., 2005). INNGANGUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ÁRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og Deild mennta og vísinda á Sjúkrahúsinu á Akureyri KJARTAN ÓLAFSSON Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþætti Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.