Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 13
liggi að hælnum, sem í skónum er. Einnig þarf að gæta
þess, ef skórinn á að fara vel, að hann sé ekki of víður
yfir háristina, ekki svo víður, að hann reimist alveg sam-
an, heldur festi reimingin fótinn aftur og niður í skóinn.
Ef gætt er að þessu tvennu, situr skórinn æfinlega fastur
á fætinum og japlast ekki, þó að hann sé of langur og
óþarflega víður yfir tærnar. Og þess þarf einmitt að gæta
við val á skóm, að þeir séu nógu langir og vel rúmt um
tærnar. Að öðrum kosti verða þær að örverpum, og háir
það fætinum öllum, eins og fyrr er sagt.
Enn er eitt, sem að þarf að hyggja, og það er skóbotn-
inn, einkum lágilin. Sé hún lin, er hætt við að hún troðist
niður, og skórinn verður þá í laginu eins og tóbaksjárn.
Sé langhvelfing fótarins veik fyrir, er hættara við ilsigi,
en ella. Lágilin á að vera stinn, og í henni spöng úr tré
eða málmi, svo að sólinn bogni ekki fyrr en um tábergið,
þegar gengið er á skónum.
Loks kemur að hælunum. Á karlmannsskóm er fátt um
þá að segja. Einhverra hluta vegna hefir tízkunni dottið
í hug að hafa þá eins heppilega og á verður kosið, hæfilega
háa, 2—3 cm. að jafnaði, stóra og breiða með öruggum
gangfleti. Öðru máli gegnir einatt um kvenskó, því, þó að
ýmsar tegundir þeirra hafi góða hæla, lága (3—4 cm.) og
breiða, þá eru hinar ekki færri, held ég, þar sem hælarnir
eru eins óheppilegir og frekast er hægt að útbúa þá. Ekki
er óalgengt að sjá stúlkur staulast áfram á 7—9 cm. háum
hælum, með naglstórum gangfleti. Ég veit ekki, hvor til-
finningin er ríkari hjá manni, meðaumkunin með stúlk-
unum, vegna þessa ónáttúrlega fótabúnaðar, eða aðdáunin
yfir leikninni, sem þær sýna með því að geta gengið á
þessum prjónum. Er þetta því furðulegra, sem klæða-
burður kvenna hefir breytzt feikimikið til batnaðar á síð-
ustu áratugum, hvað hollustuhætti snertir og þægindi að
öðru leyti. Og satt er bezt að segja, þessir einkennilegu,
Heilbrigt líf
139