Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 21
þeir eiga aðgang að, þegar í bílinn kemur. Erlendis er
það algengt, að menn tryggi sér tölusett sæti í járn-
brautarvögnum um leið og þeir kaupa farseðilinn.
Ýmsir kvarta undan kæfandi tóbaksreykingum í bílun-
um, og ætti vitanlega alveg að banna þær, ekki síður en í
strætisvögnum í Reykjavík. Reykingamenn geta kveikt
sér í á viðkomustöðum, en margir taka nærri sér að sitja
í tóbakssvælu, ekki sízt, ef þeim hættir við bílveiki. Það
hefir aldrei verið hágengi á umgengnismenningu hér á
landi, enda mun hún hafa hlotið litla viðurkenningu í
skólum landsins. En eitt æðsta boðorð hennar er að koma
ekki fram öðrum til óþæginda. Vilja nú ekki eigendur bif-
reiðanna sýna þann manndóm að banna reykingar?
Um gistihúsin fréttist misjafnt. Innan um eru hótel,
sem gera vel við gesti sína, og eru landinu til sóma. En
því miður eru þau heiðarlegar undantekningar. Víða er
útbúnaði gististaða og móttökum mjög áfátt. Það er eink-
um tvennt, sem kvartað er um: rúmin og maturinn. Rúm-
botnar ónotalegir eða rúmin of stutt. Matreiðslan misjöfn
eða matréttir einkennilega valdir. Greinagóð kona, sem
var á vetrarferð milli Akureyrar og Reykjavíkur á s. 1.
vetri, borðaði aðalmáltíð dagsins á einum viðkomustaðn-
um, sem bílarnir eru vanir að nota. Þetta var ónotalegur
frostdagur. Á borð fyrir langferðafólkið var svo borin sölt
sætsúpa og fiskibollur! Þetta er hvorki augnablikshress-
ing, né til undirstöðu fyrir þá, sem eiga langa ferð fyrir
höndum. Annað hvort kæruleysi eða kunnáttuleysi veit-
ingamannsins um að kenna. Um verðlag á veitingunum
spyr enginn á þessum tímum.
fslendinga hefir stundum dreymt um að gera land sitt
að ferðamannalandi, þar sem hér sé upp á svo margt að
bjóða, sem útlendingar sækist eftir: náttúrufegurð, jarð-
hiti og fleira. En allt kemur fyrir ekki, nema gert sé vel
við gesti, og meiri hótelmenning en hér þekkist, enda
Heilbrigt líf
147