Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 26
en dikta svo upp í viðbót heilli romsu af sjúkdómum, sem
eigi rót sína að rekja til sykurs og hveitis, þó að „skrif-
borðsvísindi“ læknisfræðinnar kannist ekki við þær stað-
hæfingar.
Það er ofboð einfalt spakmælið, sem Danskurinn notar
stöku sinnum: „Heller for lidt end for meget“. Ég hygg
náttúrulækningamennina ganga feti framar, en þeir mega
í sífelldum fullyrðingum sínum. Þeir hafa ekki haldið vel
á kortunum hingað til, hvað sem síðar verður.
Lúsm heldur Við skólaskoðun í barnaskólunum fundu
enn velh. læknarnir skv. síðustu heilbrigðisskýrslum
lús eða nit í rúmlega 2000 börnum, þótt
vitanlegt sé, að mæðurnar reyna að þrífa kollana eftir
föngum, þegar búist er við, að börnin verði athuguð. Gera
má ráð fyrir, að á mörgum heimilum séu óskólaskyld börn
og fullorðnir með sama kvillann, svo að það verða samtals
eigi allfáar þúsundir landsmanna, sem hafa óværu í
höfðinu.
Áður fyrr ríktu ýmislegar fáránlegar hugmyndir um
þessi sníkjudýr. Menn trúðu því, að lýsnar kviknuðu af
sjálfu sér, en nú vita flestir sæmilega upplýstir menn, að
slíkt á sér ekki stað. Líka var það trú manna, og það fram
yfir síðustu aldamót, að það væri hraustleikamerki, þegar
lús fyndist á manni. Slíkar kerlingabækur munu nú að
mestu úr sögunni.
En hvers vegna er fólkið þá svo herfilega lúsugt, sem
raun ber vitni? Hluturinn er sá, að útrýmingin er ekki
svo auðveld í höndum húsmæðranna. Vandinn er ekki
mestur í því fólginn að ná títlunum sjálfum. Þær eru
teknar með kambi (sums staðar nefnast þeir veiðispjöld!).
Hitt er torsóttara að losa nitina. En nit er egg lúsarinnar,
sem hún festir við hárið með sterku lími. Það er gagns-
laust til útrýmingar að ná eingöngu því, sem kvikt er, en
152
Heilbrigt líf