Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 39
Annað mál er það, þó að eggjahvíturíkt fæði þolist illa
við ýmsa sjúkdóma. En til eru líka sjúkdómar, sem valda
því, að fita og kolvetni þolist illa.
Þá hefir því og verið haldið fram, að eggjahvítusnautt
fæði sé betra til eflingar líkamsþróttar, og komi það m. a.
fram í auknum íþróttaafrekum. En þetta hefir ekki held-
ur staðizt gagnrýni, og víst er um það, að íþróttamenn
lifa yfirleitt ekki samkvæmt þessari kenningu.
Það hefir því varla verið sársaukalaust fyrir jurtaæt-
urnar að fylgjast með mataræði íþróttamannanna, sem
tóku þátt í Olympisku leikunum síðustu í Berlín (193&).
Þar voru saman komnir hinir færustu íþróttakappar fjöl-
margra þjóða um heim allan, og var reynt að sjá þeim
öllum fyrir fæði, sem líkustu því, er þeir voru vanir úr
heimalandi sínu, eða eftir því, sem þeir sjálfir kusu. En
nákvæmar skýrslur voru gerðar um alla neyzluna. Og
það var öðru nær emað þeir væru að forðast eggjahvítu-
ríka fæðu úr dýraríkinu, svo sem kjöt og mjólkurmat,
enda var eggjahvítuskammturinn að meðaltali hvorki
meira né minna en 320 gr. á mann á dag! Flestir neyttu
þetta 600—800 gr. af kjöti daglega. Yfirleitt borðuðu
þeir mestu kynstur og var meðaltalið 7300 orkueiningar
á dag, sem má telja ríflegt tveggja manna fæði, miðað
við létta vinnu. (Hér var þó úrgangur meðtalinn). Ekki
var samt sýnilegt, að þetta mikla eggjahvítuát drægi úr
afrekunum, því að þarna voru mörg heimsmet sett á
ýmsum sviðum íþróttanna.
Að öllu athuguðu, mun óhætt að telja manninn nokkuð
jafnvígan á að hagnýta sér, hvort heldur er dýra- eða
jurtafæðu, ef undanskilin er jurtafæða með mikilli trénu
(„cellulose"), enda getur hann í miklu ríkari mæli en
flestar aðrar æðri lífverur breytt til um mataræði eftir
öllum aðstæðum. I mörgum hinna suðrænni landa hefir
hann lifað að miklu leyti beint af gróðri jarðar, ávöxtum
Heilbrigt líf
165