Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 80
lamast smám saman, og slímhúðirnar, ásamt meltingar-
kirtlunum, sýkjast æ meir. Þannig hætta þessi líffæri að
geta flutt næringarefni úr fæðunni á eðlilegan hátt út í
blóðið og líkamsvefina, en hleypa gegnum sig alls konar
eiturefnum, sem geta spillt stórum allri heilsu og líðan.
Eituráhrifin koma fram í margvíslegustu myndum, svo
sem þreytu, höfuðdrunga, svima, ýmis konar verkjum og
gigtarstingjum í liðamótum, taugum og vöðvum, almennri
taugaveiklun o. fl. Við þetta dregur úr mótstöðuafli líkam-
ans, svo að hann verður að lokum sínæmur fyrir kvefi og
alls konar umferðakvillum.
Hægðaleysi byrjar oft á barnsaldri. Alltof oft eiga for-
eldrarnir, og þá einkum mæðurnar, sök á því, að svo fer,
og verða þannig óbeinlínis valdar að öllum þeim truflun-
um á heilsu og hamingju barnsins, sem af vanrækslu
þeirra getur hlotizt.
Þess vegna á grein mín fyrst og fremst að vera hvatn-
ing til mæðra og annarra þeirra, sem með börn fara, að
gæta þess, að hægðir barnsins séu reglubundnar, og í eðli-
legu lagi, ekki síður en að það fái að borða.
Það er mikilvægur liður í uppeldi hvers barns, að það
sé vanið á að hægja sér á hverjum einasta degi, og helzt
alltaf í sama mund. Heilbrigð börn eru yfirleitt áhuga-
söm við leiki sína, og taka því nærri sér að slíta sig frá
þeim eða öðru því, sem vekur áhuga þeirra. Þannig byrja
mörg börn á því að halda í sér hægðunum tímum saman.
Móðirin verður því, þegar frá byrjun, að hamra það inn
í meðvitund barnsins, að það verði að hægja sér, hvenær
sem þörfin krefur. Börn eru ósköp misþæg í þessum efn-
um sem öðrum. En mæðurnar mega aldrei láta undan
þeim í þessu efni. Þetta verður að vera svo rík hvöt og
skylda hjá barninu, að það geti ekki þverskallast, þegar
kallið kemur.
Vafalaust á margt í menningu síðari ára sinn þátt í
206 Heilbrigt líf
I