Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 93
hefir ógrynnin öll af málmsöltum, auk mjólkursykurs og vatns, líkja
þessu við hvíta sykurinn, sem er svo að segja ekkert annað en syk-
ur, allt að 99,95%, ekki snefill af fjörefnum né málmsöltum,
engin fita, engin eggjahvíta, engin grófefni, ekkert vatn. Og það er
háskólakennari í næringarfræði og heilsufræði, sem svona talar!
A öðrum stað segir ritdómarinn: „Já, það má með sanni segja,
að líf þeirra, sem leggja sér sykur til munns, sé „háski og böl“,“
o. s. frv. . . . „Og hvílíkur dauðdagi, byrjar á harðlífi og endar á
krabba!“ Svona ummæli hélt ég, að enginn læknir gæti látið sjá
eftir sig. Til þess eru þau of glannaleg og auk þess villandi. Hver
læknir veit, að harðlífi — tregar hægðir •— er einhver algengasti
sjúkdómur á landi voru, og meðal allra alvarlegustu kvilla, vegna
þeirra afleiðinga, sem af honum geta hlotizt. Margir þekktir er-
lendir læknar hika ekki við að fullyrða, að um 90% allra kvilla
eigi rót sína að rekja til tregra hægða. Meðal þeirra er frægasti
skurðlæknir Englendinga, Sir Arbuthnot Lane, sem telur ekki
minnsta vafa á því, að ein af aðalorsökum krabbameins séu tregar
hægðir. Það er síður en svo ástæða til að hafa slíka hluti í flimting-
um, og sízt situr það á læknum og háskólakennurum, að minnsta
kosti ekki meðan þeir standa ráðþrota gegn þessum ægilega kvilla
og þykjast ekkert vita um orsakir hans. Það er sorglegt að vita til
þess, að ungum manni, sem falið hefir verið ábyrgðarmikið starf,
skuli vera svona mislagðar hendur, eins og ritdómur þessi ber vott
um. Hinn ungi dr. med. má óska þess, að sem fæstir lesi ritdóm
hans, svo að ekki komi hann á sjálfan sig orði fyrir vanþekkingu,
einmitt í því fagi, sem hann kennir við Háskólann. Og glaður skal
ég taka á mínar herðar ábyrgðina af útkomu þessarar bókar.
En ég vil spyrja þá lækna, sem hrópa hæst um „öfgar og stað-
leysur“ hjá mér og þeim, sem fylgja mér að málum: Finnast þá
engar öfgar innan læknisfræðinnar? Þræðir hún hinn gullna meðal-
veg í viðleitninni til að lækna sjúkdóma og útrýma þeim? Hvað er
að segja um allt meðalaátið og innsprautanirnar? Þar er sjálfsagt
meðalhófið þrætt! Og hvað vita læknar almennt um orsakir sjúk-
dóma, annarra en næmu sóttanna? Og hvernig nota þeir þekkingu
sína? Dr. J. S. kennir nemendum sínum, að meginþátturinn í lækn-
ingu og vörn berlcla sé rétt mataræði. Hvernig er þessari kenningu
framfylgt í berklavörnum hér á landi? Er ekki alltaf verið að eltast
við sýkla og sýklabera og leita þá uppi, reynt eftir mætti að draga
úr útbreiðslu sýklanna og smithættu, eins og ég tel líka rétt og
óhjákvæmilegt, en með öllu gengið fram hjá því, sem próf. Schiötz
Heilbrigt líf
219