Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 97

Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 97
BÆKUR SKIPUN HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI. Samið hefir Vilmundur Jónsson, landlæknir. Reykjavík — Ríkisprentsm. Gutenberg — 1942. Bók þessi er sérprentun úr ritinu „Félagsmál á íslandi“, sem til stóð, að kæmi út um síðustu áramót. Utgáfu þessa rits var frestað, en svo var gert ráð fyrir þeg’ar í upphafi, að þessi kafli þess yrði sérprentaður, sem fylgirit með heilbrigðisskýrslunum. Kom hann því út á undan heildan-itinu, og var, þegar til kom, hætt við að taka hann upp í það. Auk stutts formála, atriðaskrár, sem tekur yfir 24 þétt prentaðar blaðsíður og gerir auðvelt að finna hvert það atriði, sem á er minnst í bókinni, heimildaskrár og efnisskrár, er bókin 20 arkir í stóru broti. Efni bókarinnar er skipt í 8 kafla. Fyrsti kaflinn er sögulegt yfirlit (bls. 5—37). Er þar rakin stuttlega saga heilbrigðismála hér á landi frá fornöld og fram á vora daga. Er mesta furða, hve miklum fróðleik hefir tekizt að koma fyrir í ekki lengra máli, og þeir, sem þekkja vandvirkni Vilmundar Jónssonar landlæknis, munu ekki efast um, að rétt sé farið með staðreyndir, líka um þau atriði, sem þeir þekkja ekki annars staðar frá. Það útilokar ekki, að einstaka umsagnir um orsakir staðreynda, eða til skýringar á þeim, geti orkað tvímælis. Það er t. d. staðreynd, að af svo nefndri sárasótt fara sögur hér á landi á 16. öld, (bls. 7—8), en hitt er allsendis óvíst, að hún hafi verið syfilis. Þad er ekki heldur sagt þarna, heldur, að almennt sé talið svo. En ég veit ekki til, að neinar rannsóknir hafi verið gerðar um sárasóttina, er heimili slíkt almennt álit, og a. m. k. eitt mjög veigamikið atriði mælir sterklega á móti því. — Að svo miklu leyti, sem ráðið verður af (að vísu ófullnægjandi) gögnum frá fyrri tímum, er rétt farið með þá staðreynd, að berklaveiki fór ekki að gæta hér að mun fyrr en á síðari hluta 19. aldar. En annað mál er það, hvort rétta skýringin á því sé sú, sem höf. setur fram á bls. 30. Hann segir Heilbrigt líf 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.