Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 97
BÆKUR
SKIPUN HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI.
Samið hefir Vilmundur Jónsson, landlæknir.
Reykjavík — Ríkisprentsm. Gutenberg — 1942.
Bók þessi er sérprentun úr ritinu „Félagsmál á íslandi“, sem til
stóð, að kæmi út um síðustu áramót. Utgáfu þessa rits var frestað,
en svo var gert ráð fyrir þeg’ar í upphafi, að þessi kafli þess yrði
sérprentaður, sem fylgirit með heilbrigðisskýrslunum. Kom hann
því út á undan heildan-itinu, og var, þegar til kom, hætt við að taka
hann upp í það. Auk stutts formála, atriðaskrár, sem tekur yfir
24 þétt prentaðar blaðsíður og gerir auðvelt að finna hvert það
atriði, sem á er minnst í bókinni, heimildaskrár og efnisskrár,
er bókin 20 arkir í stóru broti.
Efni bókarinnar er skipt í 8 kafla. Fyrsti kaflinn er sögulegt
yfirlit (bls. 5—37). Er þar rakin stuttlega saga heilbrigðismála
hér á landi frá fornöld og fram á vora daga. Er mesta furða, hve
miklum fróðleik hefir tekizt að koma fyrir í ekki lengra máli, og
þeir, sem þekkja vandvirkni Vilmundar Jónssonar landlæknis, munu
ekki efast um, að rétt sé farið með staðreyndir, líka um þau
atriði, sem þeir þekkja ekki annars staðar frá. Það útilokar ekki,
að einstaka umsagnir um orsakir staðreynda, eða til skýringar á
þeim, geti orkað tvímælis. Það er t. d. staðreynd, að af svo nefndri
sárasótt fara sögur hér á landi á 16. öld, (bls. 7—8), en hitt er
allsendis óvíst, að hún hafi verið syfilis. Þad er ekki heldur sagt
þarna, heldur, að almennt sé talið svo. En ég veit ekki til, að
neinar rannsóknir hafi verið gerðar um sárasóttina, er heimili
slíkt almennt álit, og a. m. k. eitt mjög veigamikið atriði mælir
sterklega á móti því. — Að svo miklu leyti, sem ráðið verður af
(að vísu ófullnægjandi) gögnum frá fyrri tímum, er rétt farið
með þá staðreynd, að berklaveiki fór ekki að gæta hér að mun fyrr
en á síðari hluta 19. aldar. En annað mál er það, hvort rétta
skýringin á því sé sú, sem höf. setur fram á bls. 30. Hann segir
Heilbrigt líf
223