Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 99
þá hefir ástandið þar í þeim efnum aldrei verið jafnbágborið og
var á öllum þorra heimila á fyrri öldum, áður en berklaveikinnar
fór að gæta til rnuna, og hvergi hefir sambúðin verið nánari en
í baðstofuþrengslunum þar. Ég tel því þessa tilgátu um orsakir
þess, að berklaveiki fór að verða tíðari en áður síðast á 19. öld-
inni, mjög ólíklega, hina miklu líklegri, að ungbarnadauði, m. a.
flestallra þeirra barna, er kunna að hafa smitazt af berklaveiki,
drepsóttir og hallæri, hafi valdið mestu um það, að hún hélzt í
skefjum á miðöldunum, enda taka þá fyrst að fara sögur af henni
til muna, þegar þessum plágum er byrjað að létta. Hefi ég gert
nokkra grein fyrir þessari tilgátu í erindi um „Lífskjör og heilsu-
far“, sem prentað er í „Heilbrigt Líf“ í fyrra (bls. 181—-182).
— Fullglæsilega finnst mér höf. líta á árangur bannlaganna (bls.
28 og víðar). Skýrslur sanna þar lítið til eða frá, því að ekki
gefa smyglarar eða bruggarar skýrslur um starfsemi sína. Eru
skoðanir manna um gagnið af bannlögunum ærið skiptar, svo sem
kunnugt er, en ekki verður hér farið lengra út í þessa sálma. —
Fleira mætti nefna, sem álitamál getur verið, en ekkert af því er
mikilvægt, og hvorki snertir það, eða þau atriði, sem ég hefi nefnt
hér á undan, staðreyndirnar sjálfar, heldur aðeins skýringar á
þeim, orsökum þeirra eða afleiðingum. Raskar því það, sem ég
hefi þar fett fingur út í, á engan hátt þeirri ætlun minni, að
eins og óhætt er að treysta frásögn höfundarins um þær stað-
reyndir, sem ég kann grein á, muni svo einnig vera um frásagnir
hans um þau atriði, sem mér eru ekki áður kunn.
Á eftir þessu sögulega yfirliti kemur svo meginhluti bókarinnar:
um skipun heilbrigðismála eins og hún er nú (bls. 38—164). Skipt-
ist hann 1 7 kafla (II—VIII), og eru þeir þessir:
II. Heilbrigðisstjórn og heilbrigðisstarfsmenn (bls. 38—59).
III. Heilbrigðisstofnanir (bls. 60—66).
IV. Sjúkrahjálp (bls. 67—91).
V. Sóttvarnir (bls. 92—112).
VI. Heilbrigðiseftirlit og heilsuvernd (bls. 113—143)
VII. Ráðstafanir í sambandi við fæðingar og dauða. Heilbrigðis-
skýrslugerð (bls. 144—149).
VIII. Heilbrigðisástandið í landinu og framtíðarhorfur (bls. 150—
164).
í II.—VII. kafla er að finna yfirlit yfir alla heilbrigðislöggjöf
íslands, sem nú er í gildi. Er þar ýtarlega og skilmerkilega rakið
efni allra gildandi laga og almennra reglugjörða, taldir sjóðir,
Heilbrigt líf — 1,
225