Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 10
í ágúst 1914 hófst fyrri heimsstyrjöldin og stóð fram und-
ir árslok 1918, eins og menn vita. Öil þessi ár, — og reyndar
einu ári lengur — var ekkert leikmót háð i Reykjavik. Fyrsta
leikmót eftir stríðið var háð 17. júní 1920.
Eini kappleikurinn á frjálsíþróttasviðinu, sem haldinn var
árlega hér í hænum á striðsárunum, eftir að honum var hleypt
af stokkunum, er Víðavangshlaup Iþróttafélags Reykjavikur.
Það var háð fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta 1916. Vega-
lengdin á fyrsta hlaupinu var um 2% krn., en á næsta ári
var hlaupin önnur leið, og hlaupið þá lengt upp í um 4 km.,
og sú leið hlaupin í meira en tug ára. Má sú leið teljast hin
„klassíska“ vegalengd hlaupsins. Var hún að ýmsu leyti vel
valin; þótt „víðavang" væri fulllítið á leiðinni, þá voru þó
ýmsar hindranir, er töfðu og gerðu hlaupið erfiðara, t. d.
voru á túnunum — Norðurmýrinni — 6—7 girðingar og
11 skurðir, sem ýmist varð að stökkva eða klifra yfir. „Klass-
iska“ leiðin er þessi: Innan frá styttunni á Austurvelli um
Kirkjustræti, Skólabrú, Lækjargötu upp á Laufásveg, um
hann suður að Hlíð, þar yfir Hafnarfjarðarveg um túnin í
stefnu á Gasstöðina á Laugaveg, niður hann, Rankastræti
og' Austurstræti og staðnæmzt hjá verzlun Egils Jacobsen.
í fyrstu tveim hlaupunum á þessari leið var þó staðnæmst
hjá íslandsbanka (Útvegsbankanum).
Hér verður sagt frá árangri keppenda i fjórum fyrstu
viðavangshlaupunum:
1916: 1. Jón Jónsson (Kaldal) 9:20,0; 2. Ólafur Sveins-
son; 3. Ottó R. Arnar. — 10 keppendur.
1917: 1. Jón Jónsson 15:00,0; 2. Ottó R. Arnar; 3. Björn
Ólafsson. — 10 þátttakendur.
1918: 1. Ólafur Sveinsson 15:50,0; 2. Bjarni Jónsson 15:52,0;
3. Sigurjón Eiríksson 15:58,0. — 10 þátttakendur.
1919: 1. Ólafur Sveinsson 14:27,0; 2. Þorgeir Halldórsson
14:36,0; 3. Konráð Kristjánsson 14:59,0. — 8 þátttakendur.
Víðavangshlaupið er sveita (flokka) hlaup og voru 5 menn
í sveit upphaflega, en hefir síðan verið fækkað niður i 3.
Lpphaflega var keppt um bikar, sem Einar Pétursson kaup-
maður gaf. En hann var ekki alltaf afhentur, því að þátt-
takendur voru stundum ekki nægilega margir til að fylla
6