Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 11
tvær sveitir. Fram að þessu voru þátttakendur aðeins frá
einu félagi — íþróttafélagi Reykjavíkur —, en síðar varð
þátttaka mikil og frá mörgum félögum.
Hér hefur þá verið getið þeirra móta í frjálsum íþróttum,
sem háð voru hér í Reykjavik á árunum 1911—1919. Eru
aðeins tvö eiginleg leikmót háð á þessu tímabili, og svo
Víðavangshlaupið haldið fjórum sinnum. Er þessi doði, sem
iagzt hefur á íþróttalíf bæjarins, bersýnilega afleiðing stríðs-
ins, og nær til fleiri íþróttagreina en frjálsra íþrótta, meira
að segja glíman leggst svo í dá, að íslandsgliman er ekki háð
frá 1914—1919.
En úti um land eru leikmót viða háð árlega á þessu tima-
bili, eins og ekkert hafi í skorizt. Eitt hið merkasta þeirra
var hið árlega leikmót íþrótta- og ungmennasambandsins
Skarphéðins, er háð var reglulega að Þjórsártúni um margra
ára skeið. Hafði sambandið komið sér upp skemmtilegum
leikvangi þar í túninu með hlaupabraut (grasbraut) um 2—300
m. langri og grasbekkjum fyrir áhorfendur hringinn i kring'.
Leikvangurinn var utan í hrekku, er hallaði norðvestur að
Þjórsá, og voru sætin aðallega brekkumegin. Sá galli var
þó á þessum fallega leikvangi, að stökkbrautin og jafnvel
hlaupabrautin sjálf, var ekki fullkomlega lögleg, eftir leik-
reglum, og örðugt eða ómögulegt að gera fullar, bætur á
þessum annmörkum vegna landslagsins. Á mótum sambands-
ins náðust stundum ágætir árangrar, einkum í stökkum —
yfir 6 m. í langst. og 1.60 i hást. —, en hæpið var að> taka
fullkomlega mark á þeim tölum vegna aðstæðna. — Leik-
vangurinn mun hafa verið gerður á árunum 1912—13, og 1918
er talið, að 8. leikmót sambandsins hafi verið háð, svo að
1. leikmót þess hefur verið liáð 1911. Leikmót „Skarphéðins“
hafa hin síðustu ár verið háð i Haukadal við Geysi (íþrótta-
skóla Sigurðar Greipssonar) og víðar.
Annað merkt héraðsmót, sem háð hefur verið árlega síð-
an, var háð fyrsta sinn síðasta striðsárið. Það er leikmót
ungmennafélaganna „Afturelding“ i Mosfellssveit og „Dreng-
ur“ í Kjós. Mótið var háð ýmist á Eyri í Kjós — síðar við
Bugðu — eða á Kollafjarðareyrum. Voru þetta fyrirmyndar
mót og ýms góð íþróttamannaefni komu þar fyrst fram —
7