Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 13
lands árið áður. Þótti námskeið þetta hafa tekizt ágætlega.
Síðar sama árið — i nóv. um haustið — var námskeið hald-
ið á Akureyri, er Umf. Akureyrar stofnaði til. Var höf. þess-
arar greinar fenginn til kennslu á því móti. Að likindum
hafa fleiri íþróttamenn verið fengnir til íþróttakennslu á
þessu tímabili, þótt mér sé það ekki kunnugt. Vorið 1918 var
eg einnig fenginn til íþróttalcennslu austur á Fljótsdalshér-
;ið af Umf. Fljótsdæla. Var ]>að námskeið haldið að Valþjófs-
slað. — Námskeið þessi voru, eins og að líkindum lætur, mjög
háð veðurfarinu, því auðvitað voru hvergi hentug hús til æf-
inga; fór það því allmjög eftir veðri, hve árangur varð góður.
Þau stóðu venjulegast um hálfan mánuð.
Það mætti með talsverðum rétti segja um þetta tímabil
(1912—19) að það hafi verið námskeiðs-tímabil í íslenzku
frjálsíþróttalífi. Áhugamenn á þessu sviði, er aðstöðu höfðu
til, viðuðu að sér ýmiskonar hagnýtri þekkingu, prófuðu hana
við þau skilyrði, er hér voru fyrir hendi og kenndu öðrum
er tilefni gafst. Tækifæri til að reyna á getuna og íþrótta-
þroskann voru strjál — mörg árin höfðu menn ekki annað
tækifæri til að reyna sig en Víðavangshlaup Í.R. Líklega hafa
menn þeir, er þessar íþróttir stunduðu ekki haft neitt verra
af þessu, þegar þolinmæði og áhugi voru nægilega mikil til
að halda áfram æfingum. Og þó að flest væri á byrjunar-
stigi, þá voru hér samt ýmsir áhugamenn. sem höfðu öðlazt
þann skilning á íþróttunum, að þeir vissu, að ])að er æfingin,
miklu fremur en kappleikurinn, sem skapar íþróttamanninn —
«g' lifðu eftir því.