Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Page 28
Iþróttamótin úti á landi 1943.
Hér fer á eftir frásögn af öllum frjálsíþróttamótum, seni
kunnugt er um að hafi verið haldin utan Reykjavíkur s.l. sum-
ar. Rúmsins vegna eru frásagnirnar frekar stuttar, aðeins birt
úrslit i hinum einstöku íþróttagreinum. Sé um stór mót að
ræða eða góðan árangur, er birtur árangur 3—4 fyrstu manna,
annars aðeins fyrsta manns
í síðustu árbók gátum við þess, að ]>að kæmi sér vel fyrir
þessa heimildargrein árbókarinnar, ef allir þeir sein héldu
mót, sendu okkur ítarlegar skýrslur um árangur þeirra, helzt
fyrir áramót. Því miður hefur þessi málaleitan ekki borið
þann árangur, sem við væntum og geta því einstök félög og'
mótí'nefndir sjálfum sér um kennt, ef móta þeirra er eklci
getið hér eða þá of lauslega. En sem sagt, allt stendur þetta
til bóta og hafi hér verið farið fram á of miklar skýrslugerðir,
geta félögin slegið tvær flugur i einu höggi með því að
geta þess í skýrslum sínum til Í.S.Í., að okkur sé gert aðvart
og' leyft. að taka afrit af þeim. Félögunum er með öðrum orð-
um í sjálfsvald sett, hvort þau vilji gera þessa heimildargrein
eins rétta og fullkomna og tök eru á með þvi að senda frá
sé skýrslur af hverju móti.
HVÍTASUNNUHLAUPIÐ á Akureyri, sem er viðavangshlaup
um 2900 m., fór fram á Akureyri 2. hvítasunnudag. Aðeins tvö
félög kepptu, K.S. og Þingeyingur. Þingeyingur vann hlaupið
með 6 stigum og átti 1., 2., 3. og 4. mann. Þessir urðú fyrstir
að marki: Rafn Eiriksson Þ. 8:41,1; Hallur Jósepsson Þ. 8:49,0;
Reynir Kjartansson, Þ. 8:49,1.
SKARPHÉÐINSMÓTIÍ) var haldið að Brautarholti á Skeið-
um 6. júní. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m.: Ólafur Jónsson,
Umf. Skeið 12,0; Hjálmar Tómasson, Umf. Bisk. 13,1; Kristinn
Auðunsson, Umf. Tr., 13,2; 800 m.: Þórður Þorgeirsson, Vaka,
2:24,5; Ögm. Hannesson, Self., 2:28,9; Sig. Þorst., Umf. Bisk.,
2:30,2; íangstökk: Ól. Jónsson, Umf. Skeið., 5,70; Mart. Frið-
riksson, Self., 5,47; Magn. Ivristj., Self., 5,45; hástökk: Guðm.
Oddssson, Samh., 1,58; Gunnl. Ingason, Hvöt 1,53; Magn. Kristj.,
Self., 1,53; Þrístökk: Ól. Jónsson, Umf. Skeið, 12,51; Stein-
dór Sighvatsson, Samh., 11,73; Guðm. Ben., Hvöt, 11,49; kúlu-
24