Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 50
ÍR-inga, Óskar Jónsson, er með 4. bezta tímann, 2:09,8, er
hann fékk á innanfélagsmóti. Líklega er þessi vegalengd of
stutt fyrir hann. Árangur í Reykjavík í þessari grein er yfir-
leitt lakari 1943 en árið fyrir, nema hjá Brynjólfi og örfáum
öðrum, og mun það helzt vera veðrinu að kenna, en það var
aldrei hagstætt i þessu hlaupi. — Af utanbæjarmönnum má
helzt nefna Þingeyingana Þorkel Aðalsteinsson með 2:11,3
og Hall Jósefsson með 2:11,7 mín., sem báðir mundu eflaust
ná betri tíma í harðri samkeppni í Reykjavík. Úti á landi
er aðstaða annars oft ekki fullkomlega lögleg, en árangur
þeirra Þorkels og Halls er unninn á Ungmennafélagsmólinu
í sumar, sem leið, og er eflaust <réttur. — 1943 höfðum; við 4
menn undir 2:10 móti fimm 1942, 8 undir 2:12 móti sex 1942,
og 12 á 2:15 eða betra móti sjö 1942. Þetta er ekki nógu góð-
ur árangur, og er orsökin líklega sú, að of fáir hlaupa þessa
vegalengd, ásamt veðrinu.
Á 1500 m. hefur Sigurgeir betri tíma en í fyrra, eða 4:18,0
mín., og er það góður árangur. Þó Sigurgeiri hafi enn veitzt
auðvelt að sigra, eru þó tveir menn, sem nálgast hann hröð-
um skrefum, og þeir hafa marga unga og efnilega menn í
kjölfarinu. Þessir tveir menn eru Hörður Hafliðason með
4:22,4 og Óskar Jónsson með 4:25,6, sem er nýtt og prýði-
legt drengjamet, sem hann á þó líklega eftir að bæta í sumar.
Indriði Jónsson úr K.R. er með 4. tímann, 4:26,6, en næstir
eru þrír drengir, þeir Jóhannes Jónsson, I.R. með 4:27,0,
Haraldur Björnsson, K.R. með 4:28,4, og Óskar Guðmunds-
son, K.R., 4:28,8. Það lítur því vel út á 1500 m., og er hætt
við að Sigurgeir þurfi að hafa nieira fyrir sigrum sínum í
framtíðinni. — í fyrrasumar höfðu 2 menn tíma undir 4:25
móti 3 árið 1942, en 9 voru undir 4:30, móti 7 árið 1942.
Einu sinni sumarsins var keppt í 1000 m., og það i óhag-
stæðu veðri, svo að árangurinn varð ekki góður. Hörður
Hafliðason vann í fjarveru Sigurgeirs á 2:47,2, en Óskar Guð-
mundsson, K.R., var óvænt næstur á 2:48,1, sem er drengja-
met, og ieit um tíma út fyrir að hann mundi vinna. Þessi vega-
iengd er sjaldan hlaupin hér. Metið er 2:39,0.
ÞOLHLAUPIN. Þau hafa verið sorgarefni okkar íþrótta-
46