Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Blaðsíða 54
Skúli Guðmundss. Ólafur Erlendss. Guðjón Magnúss.
því ágætt í hástökki. — S.l. sumar fóru tveir rnenn yfir 1,80,
en aðeins einn árið fyrir, 4 yfir 1,70 móti tveimur 1942, og
lö yfir 1,60 gegn 12 árinu áður.
í langstökki hefur Óliver Steinn verið einvaldur og nálg-
ast íslenzka metið með hverju ári. S.I. sumar hafði hann 0,67,
sem er 15 sm. styttra en met Sigurðar Sigurðssonar, sem er að
verða 7 ára gamalt. Skúli Guðmundsson, K.R. er næstur ineð
6,55, unnið á Norðfjarðarmótinu s.l. sumar, við aðstæður, sem
ekki voru of hagstæðar. Skúli getur orðið Oliver skæður
keppinautur í þessari grein. Finnbjörn Þorvaldsson, Í.R. er
næstur með 6,28, sem er nýtt drengjamet. Finnbjörn hefur
ekki æft þessa grein sérstaklega, og getur vel sleppt henni
sér að skaðlausu, enda hefur hann þegar nóg á sinni könnu.
Sverrir Emilsson, K.R. og Höskuldur Skagfjörð, Borgarnesi,
hafa báðir stokkið 6,21, en þeir Sverrir og Finnbjörn hafa
einnig fengið árangur yfir 6,50 við aðstæður, sem voru ólög-
legar, en ekki er ,rétt að byggja of mikið á slíku. Stökklagið
i langstökki er yfirleitt ekki nógu gott, og þvi lætur betri
árangur bíða eftir sér. — S.l. sumar voru tveir menn yfir 6,50.
en einn árið áður, 5 yfir 6,20 móti tveim 1942 og 22 yfir 6
metra, en 7 1942. Er því um ánægjulega framför að ræða
í þessari grein.
I þrístökki er Oddur Helgason, A., með bezta afrek ársins,
50