Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 55
13,35 ni., sem er 1 cm. styttra en bezti árangur Olivers Steins
1942. Jón Hjartar, K.R., var þó aðeins 1 cm. á eftir, með 13,34,
unnið í sömu keppni. Oliver Steinn, F.H. er þriðji með 13,31,
svq að ekki munar niiklu á þessum þrem beztu þrístökkvur-
um okkar. Þó eru þeir langt frá islenzka metinu, sem er 14 m.,
sett af Sig. Sigurðssyni 1936. Næstir eru Árni Kjartansson, Á.
með 12,83 og Finnbjörn Þorvaldsson, Í.R. með 12,80. Árni er
nýr i þessari grein (var aðallega þolhlaupari árið áður), en
Finnbjörn æfir ekki þessa grein sérstaklega; árangurinn kem-
ur af sjálfu sér, því að Finnbjörn er einn af beztu sprett-
hlaupurum landsins, svo sem fyrr er sagt. Skúli Guðmunds-
son, sem 1942 var með næstbezta árangur ársins, keppti að-
eins einu sinni, snenima sumars, af fyrrnefndum ástæðum, og
stökk þá 12,76. í Borgarfirði er einn ágætur þrístökkvari, Jón
Þórisson, sem stökk 12,79 á s.l. sumri, en hann hefur aldrei
reynt sig hér i Reykjavik. Hann hefur þó sýnt styrkleik sinn
með þvi að sigra Árna Kjartansson. — Sl. sumar voru 3 menn
yfir 13 m., en tveir 1942, 12 yfir 12,50, móti 6 1942, og 21 yfir
12 metra, gegn tíu 1942. Er hér því um greinilegar framfarir
að ræða.
f stangarstökki hefur orðið nokkur framför. Nýr maður hef-
ur komið fram og sett nýtt met með 3,53 m. Enn er það þó lak-
asta stökkmet okkar. Sá, sem hefur unnið þetta afrek, heitir
Guðjón Magnússon, en fyrri methafinn, Ólafur Erlendsson,
er litlu lakari eða með 3,5'Oj sem var met um tíma s.l. sumar.
Þriðji er Einar Halldórsson, líka í K.V., með 3,30, en Magnús
Guðmundsson, F.H., íslandsmeistarinn, er fjórði með 3,20.
íþrótt þessi er lítið sem ekkert iðkuð hér í Reykjavík, enda
hafa stengur verið ófáanlegar i nokkur ár. Það er aðallega
í Vestmannaeyjum (þar er það ,,þjóðaríþróttin“) og Hafnar-
firði, sem hún er i heiðri höfð. Það var Eriðrik Jesson, i
Vestmannaeyjum, sem fyrst setti fjör i þessa skemmtilegu
íþróttagrein fyrir 1930, og var hann fyrsti islendingurinn
yfir 3 metra. Hann vakti þann áhuga i Eyjum fyrir þess-
ari grein, sem enn er þar, og sér um að hann haldist við,
enda koma langbeztu stangarstökkvararnir úr Eyjum. Er lík-
iegt að metið væri ekki komið langt yfir 3 metra, ef hans hefði
ekki notið við. — S.l. sumar voru 2 menn yfir 3,50, en eng-