Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Page 56
inn 1942, fjórir yfir 3,20 á móti 2 1942 og 11 yfir 3 metra,
móti 9 1942.
í þrístökki án atrennu hefur Skúli Guðmundsson sett nýtt
met með 9,13 m. og er það fyrsta met hans. Gamla metið átti
Jóhann Bernhard, K.R. með 8,72 frá 1941. Sveinn Ingvarsson
fór einnig fram úr meti Jóhanns með 8,86. í þessari grein er
sjaldan keppt. Met þetta var sett á innanfélagsmóti.
KÖSTIN. Ég hef með vilja geymt köstin þar til siðast, því
að þar eru íslendingar sterkastir í frjálsum íþróttum. Sum
af íslenzku kastmetunum eru sambærileg og betri en ýmsra
annara Evrópuþjóða, svo sem Belga og Spánverja, sem þó
eru margfalt mannfleiri, svo ekki sé viðar leitað.
í kúluvarpi eigum við beztu afreksmennina. Fremstur er
Gunnar Huseby, K.R. með 14,73 m., sem er aðeins 6 cm. frá
meti hans. Gunnar er bezti íþróttamaður landsins og hefur
verið það í nokkur ár. Síðan 1941 hefur hann þó ekki tekið
neinum teljanlegum framförum, enda ekki æft eins dvggilega
og áður fyrr. Honum hefir talsvert aukizt þróttur, en þyngst
heldur mikið. Þegar Huseby tekur aftur til óspilltra málanna
og æfir eins kappsamlega og 1940, bæði vetur og sumar, þá
fer hann langt yfir 15 metra. Huseby er með nokkra unga
og efnilega keppinauta í kjölfarinu. Beztur þeirra er Sigurð-
ur Finnsson, K.R. með 14,08 m. (á sveitamóti 14,14), og
hefir hann bætt sig um heilan metra á einu ári, og lætur
vonandi ekik staðar numið. Þriðji er Bragi Friðriksson KR.
með 13,53 og fjórði Jóel Sigurðsson l.R. með 13,47, og er
sá fyrri enn á drengjaaldri. Þorvarður Árnason, Seyðisfirði,
er með 12,57 og Ingólfur Arnarson, K.V. 12,50. Þetta eru allt
ungir menn, og má því vænta af þeim öllum frekari afreka.
— Yfir 14 metra voru s.l. sumar 2 menn, en einn 1942, yfir
13 m. 4 menn, móti þrerrf 1942, og 11 yfir 12 m. móti átta 1942.
í kringílukasti er Gunnar Huseby einnig fremstur með 43,24
m., og er það í fyrsta sinn, sem hann fer yfir 43 m. Það er
aðeins 22 cm. frá meti Ólafs Guðmundssonar. Þegar Huseby
var 16 ára (1940) kastaði hann 42,81, en siðan hefur honum
greinilega farið aftur í stíl, en unnið það upp með auknu
þreki. Þegar hann fær stílinn í samt lag aftur, fer metið veg