Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 58
s.l. sumar, móti ejnum 1942, og aðeins einn yfir 30 m., en
sex 1942, og hefur þet'a að nokkru Ieyti sinar orsakir, eins
og fyrr segir.
I kúluvarpi beggja handa hefur Gunnar Huseby þrisvar á
árinu farið fram úr afreki sínu frá 1941, en þá setti hann nýtt
met á 24,21 m. (14,31 + 9,90), sem hann nú hefur komið upp
í 20,(il (14,73+11,88). Honum hefur þvi farið fram á lakari
hendi um tvo metra, en þá hendina æfir hann harla lítið. Ár-
angurinn hefur því komið af sjálfu sér með auknu þreki.
I kringlukasti beggja handa hefur Gunnar Huseby einnig
hætt met sitt frá 1941, sem var 09,01 m. (40,08+28,33) upp í
71,11 (41,51 +29,60), og er þar sömu sögu að segja og i kúlu
varpinu: framförin er aðallega með lakari hendinni.
FJÖLÞRAUTIR. í fyrrasumar var Jón Hjartar, K.R., okkar
snjallasti fjölþrautamaður, enda varð hann íslandsmeistari
í báðum fjölþrautakeppnunum. —- í fimmtarþraut er Jón með
2418 stig, en næstir eru Sigurður Norðdahl, Á., með 2214,
Anton Björnsson, K.R. 2171, Brynjólfur Jónsson, K.R. 2158
og Eina.r Guðjohnsen, K.R., 2054. Aðeins tveir af þeim, sem
voru yfir 2000 stig 1942, kepptu s.I. sumar, þeir Jón og Anton,
og voru báðir nú með lakari útkomu, Anton enda algerlega
óæfður. Anton er nú fallinn frá og er að honum mikill skaði.
Sigurður Finnsson, methafinn, keppti ekki frekar nú en árið
fyrir, en ekki er loku fyrir það skotið, að hann komi á nýjan
leik fram á sjónarsviðið í fjölþrautum. Jón hefur þessar
greinar í hjáverkum, en þei.r Brynjólfur og Einar hafa ekki
keppt áður. Má gera ráð fyrir, að þeir þegar á þessu sumri
taki verulegum framförum. 1942 voru sex menn yfir 2000 stig,
nú aðeins 5. — í tugþraut hafði Jón Hjartar 4532 stig, Sig-
urður Norðdahl 4422 og Einar Guðjohnsen 3841. Jón bætti
sig hér um rúm 300 stig frá árinu áður, en þá voru 4 menn
yfir 4000 stig, en aðeins 2 nú. Vonandi lifnar eitthvað yfir
þessum greinum í sumar.
Yfirliti þessu er nú lokið og hefur það orðið lengra en eg
ætlaði í fyrstu. Það cr skemmtilegt að fylgjast með þeim fram-
förum, sem orðið hafa í frjálsum iþróttum síðustu tiu ár, en
54