Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Page 59
þær eru geysimiklar. Er ekki ólíklegt, að samanboriS við
íþróttakunnáttu annara þjóða muni íslendingar vera komnir
lengst í frjálsum íþróttum, en samanburður er því miður ó-
hægur. Gleðilegast er þó, að áframhald virðist muni vera í
þessari framför í frjálsum íþróttum, eins og sést af þessu
yfirliti. Drengirnir okkar hafa einnig sýnt gleðilegar frainfar-
ir, svo að þeir munu nú vera orðnir eins sterkir i flestum
greinum og þeir fullorðnu voru fyrir 10 árum. Árangurinn á
síðasta drengjameistaramóti Í.S.f. var t. d. betri i fjórum
greinum en á Meistaramóti Í.S.Í. árin 1932—34, en auk þess
mun árangurinn í köstum einnig vera betri,'en þar er keppt
með léttari áhöldum. Verður gaman að fylgjast með drengj-
unum okkar, sem síðar munu taka við af þeim eldri og efla
íþróttahróður Iandsins. d-itti almenningur að veita frjálsí-
þróttamönnum okkar meiri athygli, og sérstaklega ættu Reyk-
víkingar að láta af því tómlæti, sem þeir hafa sýnt þessari
grein íþrótta, ]>ví að þær geta verið og eru mjög skemmtilegar
og spennandi
Læknisskoðun
á íþróttamönnum fer fram
2var í viku, þriðjudags- og
föstudagskvöld kl. 7—8 og
oftar eftir samkomulagi.
Iþróttalæknir:
Óskar Þórðarson,
Pósthússtræti 7, III. hæð.