Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 61
er Þjóðverjinn Sonntag beztur með 21,2. Við samanburð á
200 m. hlaupi Bandaríkjamanna og Norðurálfubúa ber þess
að gæta, að hinir síðarnefndu hlaupa alltaf á beygju, eins og
hér er gert, en hinir annaðhvort á hálfbeygju eða alveg beinni
braut, og er það auðvitað betra.
Það er langt síðan Suður-Afríkubúinn Denis Shore komst
í tölu beztu 400 m. hlaupara heimsins. Olympiuárið 1936 hljóp
hann á 47,8, og var fyrir leikana með bezta tíma utan Banda-
ríkjanna. En þegar á hólminn kom brást hann dálítið. Bezti
tími Shore er 46,5 i 400 m. frá árinu 1938. Er hann með þann
árangur sá 12. í röðinni af þcim 20 mönnum, sem hlaupið
hafa 400 m. undir 47,0 sek. Þetta er 11. keppnisár Shore, og
ekki ber á því enn, að honum sé farið að hraka. Svíinn Sven
Ljunggren er aftur á móti alveg nýr maður, en tími hans
47,5 er bæði sænskt met og Norðurlandamet. Ef til vill hefði
þó Cliff Bourland orðið þeim þungur i skauti þó hann hafi
lakari tíma eftir sumarið. Hefir hann undanfarin 2 ár reynzt
ósigrandi vestra. Bezti tími hans er 46,1 síðan á Bandaríkja-
meistaramótinu 1941, en þá vann Klemmer á heimsmetstím-
anum 46,0, annar varð Kerns á 46,1 og þriðji Bourland á 46,1.
Mun það einsdæmi i heiminum, að 46,1 nægði ekki nema til
3. verðlauna.
Á 800 m. skránni eru tveir efstu mennirnir nýir, Daninn
Holst-Sörensen og Svíinn Hans Liljekvist. Sörensen er 4.
i röðinni af beztu 800 m. hlaupurum fyrr og síðar, með 1:48,9
sem er nýtt Norðurlandamet, hinir eru: R. Harbig — 1:46,6 —
Sidney Wooderson, England, 1:48,4 og Elroy Robinsson, USA,
1:48,8. Liljekvist beið ósigur fyrir Sörensen i millilandakeppni
Svia og Dana, aftur á móti á hann betri tímá í 1000 m. hlaupi,
2:21,9, sem er nýtt Norðurladnamet, og einnig ágætan tima á
1500 m. Bandaríkjameistari í 800 m. varð Bill Hulse á 1:53,4 min.
í 1500 m. eiga Svíarnir 5 beztu tímana; þann 6. 3:50,0 á
Bandaríkjameistarinn Gilbert Dodds. Heimsmet Andersons á
1500 og mílunni voru mjög tíðrædd afrek og um það deilt,
hvernig farið hefði, ef Hagg, sem þá var í Ameriku, hefði
verið með. En hvað sem því líður, er Anderson vel að þessum
metum kominn því hann hefur nú um 5 ára skeið verið bezt-
ur eða næst beztur á þessum vegalengdum. Má marka það,