Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 62
bæði af ummælum Gunders Híifíg sjálfs og ýmissa sænskra
blaða að fjarri fór því, að „það skyggði á gleði“ Gunders
Hagg í Amerikuförinni, að landi hans Anderson hefði „rænt
frá honum“ tveimur metum í fjarveru hans, eins og stóð í
tveimur Reykjavíkurblöðunum. Hagg sagði, áður en hann
fór vestur, að sig langaði til að Anderson gæti komið með sér
síðar vestur um haf, svo hann gæti sýnt Vesturheimi, að
Svíar ættu annan jafnsnjallan sér. Timi Gunders Hágg í 1500
m. 3:47,8 er millitími hans í míluhlaupi i Ameríku og amer-
ískt met.
Nýja heimsmetið í 1500 m. 3:45,0 er þannig tala, að maður
lítur ósjálfrátt uin öxl og rifjar upp fyrir sér sögu þessa mets.
Fyrir rúmum 30 árum var það tæpum 11 sek. lakara en nú,
síðan hefur það verið slegið 10 sinnum eins og nú skal sýnt:
1912 Abel R. Kiviat, U.S.A.......................T..r 3:55,8
1917 John Zander, Svíþjóð ........................ 3:54,7
1924 Paavo Nurmi, Finnldnd ...................... 3:52,6
1926 ötto Peltzer, Þýzkaland ........................ 3:51,0
1930 Jules Ladoumégue, Frakkland .................... 3:49,2
1933 Luigi Beccali, ftalía ......................... 3:49,2
1934 Bill Ronthron, U.S.A.......................... 3:48,8
1936 John Lovelock, Nýja Sjáland .................. 3:47,8
1941 Gunder Hagg, Svíþjóð .......................... 3:47,6
1942 — — — .............................. 3:45,8
1943 Arne Andersson, Svíþjóð ....................... 3:45,0
I' mílunni (1609 m.), sem er miklu meira hlaupin en 1500
í Englandi og Norður-Ameríku setti Andersson einnig heims-
met, en hinn lítt þelckti Gustafsson hljóp á mettíma Haggs.
Skal hér rakin rúmlega 30 ára saga mílumetsins:
1911 J. P. Jones, U.S.A............................ 4:15,4
1913 — — — ............................. 4:14,4
1915 N. S. Taber, U.S.A............................ 4:12,6
1923 Paavo Nurmi, Finnland..................i....... 4:10,4
1931 Jules Ladoumégue, Frakkland ................... 4:09,2
1933 J. E. Lovelock, Nýja Sjál...................... 4:07,6
58