Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 65
spjólkast lengra en 70 m., og 5 með yfir 15(4 í kúluvarpi.
Hvað viljið þið hafa það betra?
íþróttablöðin segja, að írlendingurinn örvhendi, Bert Heal-
ion, hafi kastað sleggjunni yfir 60 m., a. m. k. á æfingum, og
virðist j)að vel til fallið, að einmitt íri fengi staðfest met
yfir 60 m., því að írinn O’Callaghan kastaði, sem kunnugt
er, á móti þar, 60,57 1937, en fékk það ekki viðurkennt, af
því að írar stóðu utan við Alþjóðsambönd íþróttamanna.
O’Callaghan var þó sigurvegari á tveim Olympíuleikum, 1928
og 1932.
Bezta tugþrautarárangur ársins á sænski stúdentinn Göran
Vaxberg, 7008 stig. Voru afrelc hans þessi: 100 m. 11,5, langst.
7,08, kúluv. 12,79, hást. 1,83, 400 m. 53,3; 110 m. grindahl. 16,3,
kringluk. 38,40, stangarst. 3,40, spjótk. 53,28, 1500 m. 4:38,6.
Bandaríkjameistari í tugþraut varð hinn frægi Bill Watson,
en fékk aðeins 5994 stig (0 stig fyrir 1500). Beztu afrek hans
voru 14,86 í kúlu, 43,34 í kringlu, 11,3 í 100 m. og 6,74 i langst.
— í fimmtarþrautinni sigraði annar frægur svertingi, Eulace
Peacock, sem varð meistari 1935 í 100 m. á 10,2 (í meðvindi)
og langstftkki á 8,00 m. Árið eftir var það aftur á móti Jesse
Owens, sem var aðalmaðurinn. Síðan hefir lítið borið á
Peacock. Afrek hans í þrautinni voru: langst. 7,11, spjót
52,23, 200 m. 22,8, kringla 33,98, 1500 m. 5:00,5 og gefur þetta
samtals 3225 stig.
Ekki er hægt að skrifa erlendar^ íþróttafréttir án þess að
minnast á ýmsa fræga íþróttagarpa, sem fallið hafa í stríðinu.
Sennilega er Þjóðverjinn Rudolf Harbig frægastur þeirra
alira. Heimsmetshafi á 400 m., 800 m. og 1000 m. Sænska út-
varpið skýrði nýlega frá falli hans. Sömuleiðis er saknað
landa hans, Hans Woellke, sem á Evrópumet í kúlu 16,60 m.
og vann þá grein á Olympíuleikunum í Berlín 1936. Sprett-
hlauparinn frægi Charles Paddock fórst í flugslysi i Alaska.
Hann var i sjóliði Bandaríkjanna. Paddock var lengi talinn
>, bezti spretthlaupari heimsins og keppti frá 1920 og fram yfir
1930. Landar hans, Bill Lyda, sem var Bandaríkjameistari á
800 m. í fyrra, og þolhlauparinn Louis Zamperini, eru einn-
ig fallnir. í nýjustu fréttum er einnig sagt frá falli hins fræga
61