Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 76
heim aftur 20. janúar 1934. Björn er fæddur G. ágúst 1909.
sonur Jóns stórbónda Jónssonar í Firði á Seyðisfirði.
Fyrir utanförina hafði Björn lokið prófi við Verzlunar-
skólann og sigldi aðallega til að afla sér frekari menntunar.
Mest allt fyrsta árið dvaldi Björn í Lúbeck og starfaði þar
í Lúbecker Turnerschaft en fluttist svo til Stettin seint í
október og var þar unz hann sneri heimleiðis i jan. 1934,
svo sem fyrr var sagt. í Stettin gekk hann , „Stettiner Turn-
verein Korporation.“
Á vegum þessara tveggja félaga tók Björn þátt í 12—14
frjálsíþróttakeppnum. Árið 1931 eru beztu árangrar hans
þessir:
100 m. hlaup 12,3, langstökk 5,78, hástökk 1,40, stangar-
stökk 2,45. Auk þess tók hann þátt í 4x200 m. boðhlaupi á hér-
aðsmóti í Rehna í Mecklenburg og í götuboðhlaupi i Lúbeck.
Árið eftir, 1932, eru árangrar hans betri, sérstaklega í hástökki,
I, 60, í langstökki nær hann 5,85 og 12,4 í 100' m.
Þetta sumar, 6. ágúst, vann hann sér rétt til að bera bronze-
afreksmekið þýzka fyrir íþróttir.
Sú keppni fór fram í Leipzig, og þurftu þátttakendúr að
Ijúka vissu lágmarksafreki í hverri grein. Greinarnar voru þess-
ar: 1. 300 m. sund: 8,56,0 (lágmark: 9 mín.). 2. hástökk: 1,50
(lágmark: 1,35). 3. 100 m. hlaup: 12,5 (lágmark: 13,4). 4. kúlu-
varp: 8,23 (lágmark: 7,25). 5. 10 km. 45,40 (lágmark: 50 mín.).
Árið 1933 er bezta ár Björns af þessum þremur. Þá er
hann kominn svo vel á veg, að hann er oftast einn þriggja
hinna fyrstu á héraðsmótum þeim, sem hann er með í. Beztu
greinar hans eru stökkin tvö og þríþraut (100 m., langstökk og
kúluvarp). Frá þessu ári eru beztu árangrar hans: 100 m.
II, 7 sek., hástökk 1,65 m., langstökk 6,00 m. og 4x100 m.
boðhlaup 45,9 sek.
Síðan Björns Jónsson kom aftur heim hefur hann þráfald-
lega farið fram úr þessum erlendu afrekum sínum og loks s.l.
sumar vann hann ýmis afrek, sem ágæt eru á íslenzkan mæli-
kvarða, og ekki síður, ef tékið er tillit til þess, að hann
er orðinn 34 ára gamall, eða kominn um það bil 10 ár yfir
þann aldur, þegar flestir ísl. íþróttamenn draga sig i hlé og
halda að þeir séu orðnir gamlir.