Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 81
lilaupi. Var fyrst farið gegnum botnlausan strigapoka, og
þvi næst gegnum hestskraga. Að því búnu varð að stökkva
yfir 6 smáslár og skríða á maganum undir strengda girð-
ingu, og þá aftur að fara yfir 3 slár, og skríða undir segl,
sem strengt var á jörðina og loks skyldi síðustu 27 metr-
arnir hlaupnir í poka að marki. Þetta var forgjafarkeppni
og varð Jóhann að gefa hinum 10—25 yards í forgjöf, af
því að þeir þekktu hann ekkert, en alls var hlaupið 440 yards.
Jóhann var fyrstur þar til komið var að pokahlaupinu, þá
hafði hann gleymt þvi, að það ætti að hlaupa í pokanum.
en reyndi i þess stað að skríða gegn um hann. En þar sem
botn var i pokanum tókst það ekki. Við þessa töf fóru fjór-
ið frain úr Jóhanni, en honum tókst þó að verða þriðji i
mark að tokum. Auk þess tók Jóhann þátt í 1 mílu boð-
hlaupi, er samsvarar nokkurnveginn 4x400 m. hér, og vann
sveitin, sem hann var í.
í næstu árbók mun að öllu forfallalausu birtast grein um
afrek erlendra manna á Islandi, þeirra, sem dvalið hafa
hér við vinnu eða nám í lengri eða skemmri tíma.
J. B.
Fertugur íþróttakappi.
Þorgeir Jónsson glímukappi og fyrrverandi methafi í kringlu-
kasti og kúluvarpi varð fertugur 7. des. s.l. Þorgeir var um
skeið einn af fjölhæfustu íþróttamönnum landsins. Frægastur
hefur hann orðið fyrir glímuna, enda var hann afbragðs glímu-
maður, fjölbrögðóttur og ramur að afli. Tvisvar varð hann
glímukappi íslands og sá fyrsti, sem samtímis varð glímukappi
og glímusnillingur íslands. — í frjálsum íþróttum keppti Þor-
geir stöðugt frá 1920—3(5. 1940—41 kom hann aftur fram á
sjónarsviðið til að keppa á öldungamóti og hefur því haldið
manna bezt út. Alls hefur Þorgeir sett 3 staðfest íslenzk met
um dagana og verið 4 sinnum íslandsmeistari, í kringlukasti
og kútuvarpi. Af beztu afrekum hans má nefna: 100 m. 12 sek..
langstökk 6,03 m., hástökk 1,67 m., kringlukast 38,58 m. og
67,88 m. beggja handa, kúluvarp 10,78 m. og 20,74 m. beggja
lianda og loks fimmtarþraut 2046 stig.
77