Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 95
í mettilraun heima í Eyjum. Þótti það ótrúlega gott afrek af
19 ára gönilum unglingi. Um svipað leyti stökk hann utan móts
C.35 m. í langstökki, sem er ágætt afrek.
Arið eftir varð hann fjórfaldur sigurvegari á meistara-
nióti Vestmannaeyja, í 100 m. hlaupi (á 11,3 sek., en braut-
in var 2,05 m. of stutt), 200 m. (25,2), langstökki (6,11) og
þrístökki (12,98). A Meistaramóti I.S.I. í Reykjavík sama ár
varð hann íslandsmeistari í þrístökki (12,61), 2. í langstökki
(6,04) og 4. í 100 m. (11,6).
1935 kom Daniel á Allsherjarmótið, en beið þar fyrsta
ósigurinn í þristökkinu, varð 3. (12,48). Einnig varð hann
3. i 100 m. (11,8). Á Þjóðhátíðarmótinu í Eyjum vann hann
100 m. á 11,5, en á Meistaramóti Í.S.Í. komst hann ekki i
úrslit, enda þótt hann hlypi á 11,6 í riðli. Einnig varð hann
að sætta sig við 3. sætið i þrístökki (12,43). Þetta ár, 1935,
kom fclagi Daníels, Sigurður Sigurðsson, til skjalanna og
tók af honum forystuna í stökkunum.
1936 var Daníel í góðri æfingu. í bæjarkeppni Reykvik-
inga og Eyjaskeggja hlaut hann flest einstaklingsstig; vann
hann þar þristökkið (12,55), en varð 3. í langstökki (5,96)
og 100 m. (11,9). Á Meistaramótinu stóð hann sig enn bet-
ur, því þó hann að vísu yrði aðeins 4. í 100 m. á 11,6, var
hann aðeins V» sek. á eftir 1. manni. Auk þess hljóp hann
í milliriðli á 11,4, en sá tími skipar honum á bekk með beztu
spretthlaupurum okkar. 1 þrístökki varð hann 2. (12,76), en
4. i langstökki (5,96).
Næstu tvö ár, 1937 og 1938, æfði Daníel lítið sem ekkert,
en var þó með í bæjarkeppninni bæði árin. Fyrra árið varð
hann 2. í langstökki (6,14) og þrístökki (12,43), en 3. í
100 m. (12,1). Síðara árið varð hann 3. í þessum sömu grein-
um, heldur lakari í stökkunum, en betri i 100 m. (11,9).
Eftir 1938 mun Daníel ekki hafa keppt, enda féll þá bæja-
keppnin niður og áhugi Eyjaskeggja fyrir frjálsum íþrótt-
um fór dvínandi.
Daníel var verzlunarmaður að atvinnu, en lagði annars
gjörva hönd á margt um dagana. Hann var góður félagi,
kátur og skemmtilegur, og vafalaust meðal lieztu iþrótta-
mannsefna, sem við höfum átt. J. B.
91