Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 96
Fyrsta dómaranámskeiðið.
24. apríl s.l. hófst loks hið langþráða dómaranámskeið i
frjálsum íþróttum. Stóð hið nýskipaða íþróttaráð Reykja-
vikur fyrir námskeiðinu í samráði við stjórn Í.S.Í. Bóklega
kennslan fór fram í Háskólanum, en sú verklega á íþrótta-
vellinum. Kennarar voru: Benedikt Jakobsson íþróttaráðu-
nautur, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Ólafur Sveins-
son prentari og Steindór Björnsson frá Gröf, en prófdómari
í verklega prófinu var auk þeirra Þórarinn Magnússon skó-
smiðameistari. Alls tóku 16 menn þátt í námskeiðinu og þar
af 3 fulltrúar íþróttaráðs Reykjavíkur, en mundu vafalaust
hafa orðið mun fleiri, ef námstíminn hefði verið hentugri.
Að námskeiðinu loknu fór fram próf, skriflegt og verklegt.
Stóðust allir prófið, þ. e. hlutu yfir 7 í meðaleinkunn. Helm-
ingurinn fékk auk þess yfir 8,50 í fullnaðareinkunn í hverri
íþróttagrein fyrir sig og teljast þeir hæfir til að stjórna
keppni eða vera yfirdómarar. Af þessum 8 hlutu þrír ágæt-
iseinkunn, þeir Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson og
Sigurður S. Ólafsson. í ráði er að halda annað námskeið eða
próf á næstunni fyrir þá, sem gátu ekki tekið þátt í þessu
námskeiði, því takmarkið er, að allir, sem gegna dómara-
störfum, geti sýnt skírteini, er sanni starfhæfni þeirra.
Hér birtist að lokum skrá yfir hina nýútskrifuðu frjáls-
iþróttadómara: Jóhann Bernhard, Rvík; Skúli Guðmundsson,
Rvík; Sigurður S. Ólafsson, Rvík; Þórir Guðmundsson, Yopna-
firði; Guðm. Sigurjónsson, Rvík; Jón Guðmundsson, Reykjum;
Haraldur Matthíasson, Rvík; Óskar Guðmundsson, Rvík;
Brynjólfur Jónsson, Rvík; Ingólfur Steinsson, Rvik; Sigur-
laugur Þorkelsson, Rvík; Hjálmar Ólafsson, Rvík; Gunnar
Sigurðsson, Rvík; Vignir Steindórsson, Rvik; Þór Þormar,
Rvik; Magnús Baldvinsson, Rvík.
Arsþing Iþróttaráðs Reykjavíkur
var haldið 16. nóv. s.l. Formaður ráðsins, Stefán Runólfs-
son, og varaformaður þess, Sigurður S. Ólafsson, gáfu stutta
skýrslu um starfsemi ráðsins. Þá lýsti Stefán Runólfsson þvi
92