Úrval - 01.06.1942, Page 3
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
1. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> APRÍL-JÚNÍ 1942
3Þér ættuð að geta lesið helmingi hraðar
að loknum lestri þessarar greinar!
Leshraði.
Samþjöppuð grein úr „The American Magazine“
eftir dr. phil. Robert M. Bear.
IIKegar Nelson kom í skólann í
lllllr Dartmouth í fyrravetur, var
hann stirður og seinn að lesa.
Mesti leshraði hans var um 175
orð á mínútu. Hann hafði litla
trú á hraðlestursnámskeiði okk-
ar. „Ég hefi alltaf lesið mjög
hægt,“ sagði hann og dró seim-
inn, „og það er of seint að
breyta því héðan af. Ef ég færi
að taka upp á því að þjóta yfir
námsbækurnar, mundi skóla-
tími minn ekki verða langur.“
En ég fékk hann samt til að
reyna eitt námskeið. Við próf
einum mánuði seinna kom í ljós,
að hann gat lesið 390 orð á mín-
útu og skildi betur það semhann
las en áður. „Skollinn!" sagði
Nelson hreykinn. „Að hugsa sér,
að ég skyldi geta þetta!“
Undantekning ? Nei, síður en
svo. I þau tíu ár, sem ég hefi
unnið að því að bæta lestrarlag
stúdenta við Dartmouth skól-
ann, hefir það komið fyrir ár
eftir ár, að meðalhraðinn í
bekknum hefir vaxið úr 250 í
500 orð á fáum vikum.
Engin list er nú á dögum van-
rækt eins herfilega og lesturinn.
Til þess að fylgjast sæmiiega
með þurfum við að pæla í gegn-
um feikna mikið lesmál á hverj-