Úrval - 01.06.1942, Side 5
LESHRAÐI
3
unni með fimm. Ef útkoman
verður minni en 175, eruð þér
áreiðanlega einn í þessum hópi.
2. Biðjið einhvern kunningja
yðar að horfa á varir yðar á
meðan þér lesið í hljóði. Flestir,
sem lesa með orðlestursaðferð-
inni, bæra varirnar, þegar þeir
lesa.
3. Leggið fingurgómana á
barkakýlið á meðan þér lesið.
Ef þér finnið það titra, þá
myndið þér orðin með raddbönd-
unum.
Til þess að laga þetta, ættuð
þér að reyna að klemma aftur
varirnar og lina á raddböndun-
um. Ef þér æfið yður líka í að
lesa hraðar en yður er eigin-
legt, hefir það sömu áhrif —
þér hafið ekki tíma til að radd-
mynda orðin.
Þegar þér hlustið á hljómlist,
heyrið þér ekki röð af einstök-
um tónum, heldur samhljóma,
sem mynda heild. Á sama hátt
drekkur æfður lesari í sig meg-
inhugsun höfundarins og
hleypur oft yfir þýðingarlítil
orð.
Athugið auglýsingarnar í
blöðunum, hvað fyrirsagnirnar
eru hnitmiðaðar og lesmálið
stutt og gágnort. Horfið á aug-
lýsingu í fimm sekúndur, og at-
hugið svo, hvers þér hafið orðið
vísari um það, sem auglýst var.
Eða takið spjald og skerið rauf
á það, svipaða að stærð og ein
lína í þessu tímariti. Færið svo
spjaldið niður eftir síðunni, og
vitið, hve mikið af efninu þér
hafið getað tileinkað yður.
Hér fer á eftir æfingarkafli,
sem getur gefið yður góða hug-
mynd um það, hvort þér eruð
um of bundinn við einstök orð,
þegar þér lesið:
Nonni, sem var nýbyrjaður
áð læra málfræði, sat til borðs
með foreldrum sínum. ,,Mér er
um megn að borða svona megn
kálblöð," sagði hann alvarlegur.
„Eða þetta mál, ég tek ekki í
mál að drekka úr því, að ég ekki
minnist á þennan graut, hann
er vægast sagt á þá lund, að ég
hefi ekki lund í mér til að borða
hann. Ég teldi mig hólpinn að
sleppa heill á hófi, ef ég borðaði
þetta, þótt í hófi væri — jafn-
vel í gestahófi.“ Lengra komst
Nonni ekki, því að föður hans
svall svo móður að heyra,
hvernig strákurinn henti gam-
an að móður sinni, að hann henti
honum út.
Hikuðuð þér í lestrinum, þeg-
ar þér komuð að eins orðum,
sem höfðu mismunandi merk-