Úrval - 01.06.1942, Page 8
Hver er skýringin á sigursæld þýzka hersins?
Lesið þessa grein, <ig vitið hvers þér verðið vísari.
Leyndardómur joýzka hersins.
Samþjöppuð grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Frederic Sondern, Jr.
Hernaðarsérfræðingar hafa
fundið einn sameiginlegan þátt
eða samnefnara í orsökinni að
öllum hinum glæsilegu sigrum
þýzka hersins. Þessi þáttur er
hinn fullkomna samstilling allra
eininga hersins. Innrásin í Pól-
land, orustan um Frakkland og
innrásin í Balkanlöndin — allar
þessar sigursælu herferðir
leiddu í ljós svo nákvæma sam-
vinnu á milli flughers, fótgöngu-
liðs, stórskotaliðs, verkfræð-
ingasveita, vélahersveita og
flota, að því var líkast sem öllu
þessu væri stjórnað af einni
hendi. Það má með rétti segja,
að þýzka herstjórnin hafi ekki
einungis skapað ný hernaðar-
tæki, heldur hafi hún einnig
skapað nýja hermannategund
til að stjórna þeim.
Snemma á árinu 1938 kom
Halder hershöfðingi — formað-
ur þýzka herforingjaráðsins —
á fund Hitlers og bar fram þá
kröfu, að 30 beztu liðsforingjar
hans yrðu fluttir yfir í flotann
og látnir þjóna þar í 2 ár. Yfir-
menn flotans og herfræðingar
mótmæltu ákaft þessari firru.
En Hitler varð hrifinn af tillög-
unni. — Liðsforingjarnir voru
sendir í flotann og voru til
skiptis á kafbátum, tundurspill-
um og orustuskipum. Þeir
stjórnuðu ,,landgöngusveitum“
sjóliða og skipulögðu skipalest-
ir. Þeir lærðu að meta hvers
flotinn var megnugur og hvernig
hann starfar.
Þessir 30 menn, sem nú eru
aðalherforingjar þýzka hersins,
höfðu áður verið í öllum deild-
um landhersins. Árið 1935 höfðu
þeir allir verið settir í flugher-
inn. Þeim var kennt að fljúga
steypiflugvélum og stórum
Junkers herflutningaflugvélum.
Þeir tóku þátt í ,,loftárásum“,
stjórnuðu fallhlífaherdeildum,
önnuðust matvælaflutning loft-
leiðis til ,,innikróaðra“ hersveita
og þannig koll af kolli, þangað