Úrval - 01.06.1942, Page 9
LEYNDARDÓMUR ÞÝZKA HERSINS
7
til þeir voru orðnir þaulkunn-
ugir allri tækni flughernaðarins.
Með þessari alhliða þjálfun sinni
hafa þeir öðlast þekkingu, sem
gerir þá hæfari til herforystu
en liðsforingja í nokkrum öðr-
um her í heiminum.
Árangurinn af þessum til-
raunum Halders kom fyrst í ljós
í Póllands-styrjöldinni. I hvert
skipti sem fótgönguliðssveit eða
vélahersveit neyddist til að
nema staðar vegna öflugrar
mótspyrnu Pólverja, var sent
skeyti til næstu bækistöðvar
flughersins, og innan fárra
mínútna voru steypiflugvélar
komnar á vettvang til þess að
sprengja þeim leið í gegnum
skriðdrekagirðingar og fall-
byssuvirki Pólverja. í styrjöld-
inni um Noreg bættis flotinn
sem þáttur inn í þessa sam-
stilltu heild.
í orustunni um Frakkland
sýndi þessi nána samvinna á
glæsilegastan hátt yfirburði
sína. Hreyfingar skriðdreka-
sveita, steypiflugvéla, verkfræð-
ingasveita, stórskotaliðs og
birgðalesta voru í einu og öllu
svo samstilltar, að Sir Edmund
Ironside lét þau orð falla, að
það væri eins og þeim væri öll-
um stjórnað af einni hendi. ,,En
það er óhugsanlegt,11 bætti hann
við.
En þannig var því einmitt
varið. Um hundrað þýzkir her-
foringjar stjórnuðu hinum ein-
stöku einingum, en allir þræðir
runnu saman í hendi von Reich-
enau hershöfðingja. Meðan á
þessari örlagaríku orustu stóð
voru sífelldar deilur og tog-
streita á milli herforingja
Bandamanna. Ironside hers-
höfðingi og Weygand urðu að
bíða klukkutímum saman á
meðan hinir sundurþykku sér-
fræðingar þeirra innan hinna
einstöku hereininga voru að
koma sér saman um það, hvers
konar vopnum væri bezt að
beita á þessum eða hinum staðn-
um. En von Reichenau — sem
þekkti ekki aðeins fótgöngulið
sitt og stórskotalið af eigin
reynslu, heldur einnig skrið-
drekasveitirnar og steypiflug-
vélarnar — hafði fullkomið yfir-
lit yfir hina einstöku þætti sókn-
arinnar og gat alls staðar og
fyrirvaralaust gert viðeigandi
ráðstafanir.
Þegar veila kom fram í varn-
arlínu Bandamanna í Belgíu
undan árásarþunga þýzka fót-
gönguliðsins, gat hann sam-
stundis teflt fram öllu varaliði