Úrval - 01.06.1942, Side 11
LEYNDARDÖMUR ÞÝZKA HERSINS
9
Daginn eftir var hann orðinn
liðþjálfi.
Schmidt var fengin lítil deild
til þjálfunar. Menn hans lærðu
að fara yfir vígvöll og kasta
handsprengjum að ímynduðum
vélbyssuhreiðrum fljótar og ör-
uggar heldur en deildir hinna
iiðþjálfanna. Og eftir nokkrar
vikur var Schmidt orðinn undir-
foringi. Tveim mánuðum seinna
var hann sendur á foringja-
skóla. Ári síðar var hann orð-
inn lautinant. Það var árið 1938.
Síðast frétti ég af honum fyrir
tæpu ári. Þá var hann nýlega
orðinn major, 30 ára gamall, og
hafði hlotið Járnkrossinn af
fyrstu gráðu fyrir frábæra
stjórn manna sinna í orustu.
Hann var ekki sérlega heitur
nazisti, og átti enga áhrifamenn
fyrir vini. En hann hafði hern-
aðarlega hæfileika.
Öðru sinni var ég sjónarvott-
ur að því heilan dag, þegar dóm-
arar voru að dæma yfirforingja,
sem hver á fætur öðrum sóttu
með lið sitt fram gegn nokkrum
bóndabæjum, sem stóðu í þyrp-
ingu. All-öflugt ,,óvinalið“ hafð-
ist við í þessum bæjum, búið
vélbyssum. Hraði yfirforingjans
og nákvæmni við að fylkja liði
sínu, árásaraðferðin og stjórn
hans á liðinu á meðan á áhlaup-
inu stóð, réðu því, hvort hann
hækkaði í tigninni um eina
gráðu eða ekki. Daginn eftir sá
ég yfirforingja í verkfræðinga-
sveitum reynda við brúarbygg-
ingar og foringja vélahersveita
við árásir á vígi. Einn þeirra
stýrði sveit sinni inn á svæði,
þar sem augljóst var, jafnvel
leikmanni eins og mér, að menn
hans myndu verða brytjaðir
niður. Ég sá, að dómarinn skrif-
aði í einkunnarbók hans: ,,Óhæf-
ur til forystu,“
Þrem árum áður en stríðið
brauzt út var ég sjónarvottur
að því, þegar herdeildarforingj-
ar voru valdir handa vélaher-
fylkinu í Miinchen. Riðlun hafði
komizt á lið „óvinanna" og skip-
un var gefin um að brjótast í
gegn. Það er táknrænt, að þessi
æfing, svo raunveruleg sem hún
var, líktist í einu og öllu því,
sem skeði í Frakklandi þrem
árum síðar. Loftið var svart af
flugvélum, og vei þeim yfirfor-
ingja, sem skildi eftir skrið-
dreka sína og vagna á opnu
svæði og ekki dulbúna. Sam-
stundis var þá sprengjuflugvél
komin á vettvang og varpaði
yfir þá pokum með lituðu mjöli.
Fimmtán foringjaefni gengu