Úrval - 01.06.1942, Side 12
10
XJRVAL
undir þetta próf, og átta stóð-
ust það.
„Sá, sem ekki hefir fullan
skilning á því, hve samvinna og
samstilling lofthers og landhers
er geysiþýðingarmikið atriði, á
ekkert erindi í foringjahóp okk-
ar,“ sagði einn af dómurunum
við mig löngu seinna.
Ég lét í ljósi, að hinn hefð-
bundni metingur á milh ein-
stakra hereininga mundi gera
liðsforingja erfitt fyrir um að
biðja um hjálp annarrar herein-
ingar. Hann sagði: „Ef til vill
er það stærsti kostur þessa hers,
að við höfum gleymt, að við
erum fótgönguliðsmenn, stór-
skotaliðsmenn, verkfræðingar
eða flugmenn. Við erum ein
heild. Eitt lið. Þér, sem íþrótta-
maður, ættuð að skilja þýðingu
þess. Ég skildi það. En þegar
ég reyndi að koma þessum upp-
lýsingum á framfæri hjá áhrifa-
mönnum í London og París, var
mér sagt, að slík hugmynd væri
fjarstæða.
Löngu áður en liðsforingi
hefir náð sveitarforingjatign,
hefir einkunnarbók hans, með
upplýsingum um hæfni hans og
þekkingu, fært ráðningarskrif-
stofu hermálaráðuneytisins
heim sanninn um það, hvort
hæfileikar hans gætu orðið her-
foringjaráðinu að liði. Þar er
engin slík sóun hæfileika, sem
á sér stað í herjum lýðræðis-
ríkjanna, þar sem maður, þaul-
kunnugur öllum staðháttum í
Frakklandi og Þýzkalandi er
látinn dúsa sem liðþjálfi á ein-
hverjum afskekktum og einskis
verðum stað. I Þýzkalandi væri
slíkur maður prófaður, og ef
hann reyndist hæfur, yrði hann
undir eins fluttur þangað, sem
meiri not væru að hæfileikum
hans.
Á hverju ári gefur hermála-
ráðuneytið öllum liðsforingjum
tækifæri til að skrifa „verð-
launaritgerðir“ um ýms hernað-
armál. Þær eru dæmdar af þar
til kvöddum liðsforingjum frá
herforingjaráðinu, sem her-
stjórnin hefir valið með sér-
stöku tilliti til næmleiks þeirra
fyrir nýjum hugmyndum. Til-
lögur hafa komið fram í þess-
um ritgerðum, sem flestir hem-
aðarsérfræðingar mundu hafa
fleygt í bréfakörfuna — eins og
til dæmis tillagan um að flytja
lið með svifflugvélum, sem í
Ameríku voru enn taldir fjar-
stæðukenndir draumórar á með-
an Þjóðverjar fluttu þannig lið
í stórum stíl til Krítar.