Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 14
12
ÚRVALí
fleygt sér niður í sprengjugýg,
án þess að fótbrjóta sig. Hann
verður að geta farið í gegnum
gaddavírsflækju, án þess að
hjálmurinn hans komi við vír-
inn, svo að glamri í. „Mannfall
það í síðasta stríði, sem orsak-
aðist af æfinga- og þekkingar-
leysi var allt of mikið,“ sagði
þýzkur liðsforingi einu sinni við
mig. ,,Það skal verða 75% minna
næst,“ bætti hann við. Tölurnar
um mannfallið í orustunni um
Frakkland virðast staðfesta
þetta.
Þýzku árásarsveitirnar, sem
stöðvuðu framsókn Wavells í
Norður-Afríku og hrökktu hann
til baka, voru fyrst æfðar í tvo
mánuði í Libyu við eyðimerkur-
hernað. En áður en þær fóru
frá Þýzkalandi hafði hver ein-
asti maður fengið ljósböð um
lengri tíma til þess að búa hann
undir áhrif hinnar brennandi
Afríkusólar.
Framsýni.
Lyautey marskálkur, landstjóri í Marokko, bað mig einu sinni
að koma með sér í eftirlitsferð. Þetta var óvenjulegt tækifæri
fyrir mig, ungan og óreyndan. Marskálkurinn hafði mikinn áhuga
á öliu, sem fram fór í ríki hans — jafnt velferð fátæklinganna
sem fyrirtækjum auðkýfinganna, og akuryrkju smábóndans sem
byggingu nýrra borga — og hann kunni manna bezt að notfæra
sér menn og málefni.
Dag nokkurn, þegar við riðum í gegnum háan skóg með risa-
vöxnum sedrusviðartrjám, komum við að víðáttumiklu svæði,
þar sem sviftivindurinn hafði rifið upp mörg tré. Hinir innfæddu
höfðu skorið hluta af sumum trjánum og tekið heim með sér,
svo að eftir var stórt autt svæði. Lyautey kallaði fyrir sig
skógarvörðinn, sem var ásamt öðrum embættismönnum með í
fylgdarliðinu.
,,í>ér verðið að láta gróðursetja ný sedrusviðartré á þetta auða
svæði,“ sagði Lyautey.
Skógarvörðurinn brosti. „Gróðursetja ný sedrusviðartré, herra?
Það tekur tvö þúsund ár að koma einu slíku tréi upp.“
Lyautey varð eitt andartak undrandi. „Tvö þúsund ár?“ sagði
hann. „Tvö þúsund ár? Jæja, þá verðum við að byrja strax."
— André Maurois i „Ladies Home Journal1'.