Úrval - 01.06.1942, Page 15
Rannsóknir á lífi afburðamanna
hafa leitt ýmislegt athyglisvert í ljós.
Afburðamenn.
Samþjöppuð grein úr „Reader’s Digest“.
t-l ví er góðum gáfum svo mis-
* * jafnlega skipt milli manna,
sem raun ber vitni um? Hví eru
sumir menn djarfir en aðrir hug-
lausir, sumir stjórnsamir en aðr-
ir leiðitamir, sumir eigingjarnir
en aðrir óframfærnir? Og hvað
veldur því, að einstöku sinnum
koma fram menn, sem afburða-
gáfum eru gæddir á vissum
sviðum, eins og t. d. Michel-
angelo, Shakespeare og Ein-
stein ?
Vísindin geta ekki gefið ná-
kvæm svör við þessum spurn-
ingum, en fara þó nærri um þau.
Rannsóknir, sem nýlega hafa
farið fram í Bandaríkjunum,
hafa leitt í ljós margan og at-
hyglisverðan sannleika í þess-
um efnum.
Margar mestu framfarirnar,
sem sagan getur um, eigum við
að þakka einstökum gáfumönn-
um, sem verðskulda að vera
nefndir afburðamenn. Afburða-
gáfur eru undir tvennu komnar,
arfgengi og umhverfi, einkum í
æsku. Gáfur eru fyrst og fremst
erfðar, að því er vísindin ætla,
en ekki er það þó fullsannað.
Þær fá oft ekki notið sín, og
stafar það af því, að þær sam-
rýmast ekki því umhverfi, sem
þær eiga við að búa. Persónu-
leiki er hins vegar nær eingöngu
háður umhverfinu, einkum í
bernsku og æsku. Vísindin ætla,
að þar um ráði mestu uppeldi
og þjálfun, svo og áhrif frá eldri
og reyndari mönnum.
Það er ekki langt síðan að
sannað þótti, að umhverfið hefði
víðtæk áhrif á gáfur og per-
sónuleik manna, en fyrir þann
tíma litu margir vísindamenn á
manninn eingöngu frá vélrænu
sjónarmiði. Voru þeir þeirrar
skoðunar, að kirtlar líkamans
væru öllu ráðandi um gáfur og
getu manna. „Mikið hefir verið
um það rætt að kirtlarnir ákveði
persónuleik manna,“ sagði eitt
sinn frægur sálfræðingur, ,,en
með sama rétti má segja, að
persónuleikinn ákveði starfsemi
kirtlanna. Áhrifin eru gagn-
kvæm og víðtæk.“