Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 19
AFBURÐAMENN
17
leiddu eftirfarandi í ljós: Af
hverjum 100 börnum, sem vel
hefir vegnað, eru 57 afkomend-
ur embættismanna, sem höfðu
það góð efni, að þeir gátu veitt
þeim staðgott og öruggt um-
hverfi. En þau börn, sem illa
vegnaði, áttu hinsvegar við fá-
tækt og öryggisleysi að búa, og
lifðu gleðisnauðu lífi. Foreldrar
margra þeirra voru útlendingar,
sem ekki höfðu fyllilega náð að
festa rætur í Vesturálfu. Börn-
in fengu ekki notið sín vegna
umhverfis þess, sem þau áttu
við að búa.
Ályktanir þær, sem Dr. Miles
dró af fyrnefndum rannsóknum
sínum, voru þessar: Afburða-
mennirnir voru af góðu bergi
brotnir og áttu gáfaða foreldra.
Flestir þeirra nutu öryggis, ást-
úðar og skilnings í æsku. Af-
burðamenn, sagði Dr. Miles enn-
fremur, eru yfirleitt góðlátir,
trygglyndir, samvizkusamir,
ákveðnir, heilbrigðir til sálar og
líkama, hógværir og lítt gefnir
fyrir skemmtanir. Þeir skara
ekki síður fram úr almenningi
að þessu leyti en að gáfum.
En hvað er það í athugunum
Dr. Termanns og Dr. Miles, sem
mannfélaginu má að gagni
koma? Þær leiða í ljós, að enda
þótt afburðagáfur séu fyrst og
fremst háðar arfgengi, þá fá
þær ekki notið sín nema í réttu
umhverfi. Þjóðfélagið verður að
kunna að meta afburðagáfur
og veita börnunurn öruggt og
staðgott umhverfi þegar frá
fæðingu. Við höfum not fyrir
miklar gáfur og verðum að gera
okkur far um að leita þeirra og
hlúa að þeim. Það er rangt, að
mikhr hæfileikar dafni bezt, þar
sem eymd er og volæði, en þeir
geta hins vegar stundum komið
fram þrátt fyrir það.
Ekki skal því þó haldið fram,
að fátækt, sé hún ekki um of,
og agi, kunni ekki að hafa bless-
un í för með sér. Æfi margra
mikilmenna bendir ótvírætt til
þess. Öryggisleysið er ekki óhjá-
kvæmileg fylgja fátæktarinnar.
Það, sem hér hefir verið sagt
um afburðamennina, gildir
einnig hvað almenning snertir.
Gáfur og persónuleiki manna
njóta sín bezt við hagkvæm skil-
yrði. Það er viðurkennt í orði,
en ekki ávallt á borði.
Vísindin hafa nú sýnt okkur
leiðina og bent á, hve nauðsyn-
legt það er, að komandi kyn-
slóð eigi við öryggi, menntun og
þjálfun að búa, ef hver maður á
að fá notið sín að fullu.