Úrval - 01.06.1942, Síða 20
Allir tala um gengishrun og verðbólgu.
Hér má lesa lýsingu á ógurlegasta gengishruni,
sem um getur í sögunni.
»Eg hefi upplifað umrót gengishrunsins«.
Samþjöppuð grein, úr „The American Mercury",
eftir HANS HABB.
r
Cg veit, hvað gengishrun er.
Ég hefi upplifað það.
Þegar gengishrunið flæddi
yfir Mið- og Austur-Evrópu,
var ég f jórtán ára gamall. Faðir
minn var aðalritstjóri Vínar-
blaðsins ,,Börse“, eins af hag-
fræðitímaritum Mið-Evrópu. —
Hann var sífelt á ferðalagi milli
Vín, Berlín, Budapest og Prag,
og ég var oft með honum.
Gengishrunið hófst undir eins
eftir heimsstyrjöldina og náði
hámarki sínu 1923. Ég lifði æsku
mína í heimi furðulegra taina,
e'ns og Gulliver lifði meðal risa.
Mennirnir voru litlir eins og
dvergar í samanburði við hinn
sívaxandi f jölda núlla. Mennirn-
ir urðu æ minni og núllin æ
stærri og fleiri.
Fjórtan ára drengir brösk-
uðu á kauphöllinni og eignuðust
billjónir. I skólanum lásu nem-
endurnir kauphallartilkynning-
arnar í stað íþróttafréttanna.
Við komum másandi í skólann
á morgnana, en á kvöldin stóð-
um við fyrir framan hin svörtu
borð kauphallarinnar og bið-
um með eftirvæntingu eftir að
sjá, hvort tjekkneska krónan
hefði fallið.
Einn morgun vantaði piltinn,
sem sat við hliðina á mér í skól-
anum. Hann var feiminn og nær-
sýnn. En hann var beztur í
latínu í bekknum. Daginn eftir
kom faðir hans upp í skóla með
svart sorgarband um hattinn.
Við risum allir á fætur. Ilennar-
inn sagði okkur, að bekkjar-
bróðir okkar, Faul Winter, hefði
orðið fyrir stórtöpum á kaup-
höllinni og hefði framið sjálfs-
morð í garðinum heima hjá sér.
Ég átti frænda, auðnuleys-
ingja, sem aldrei nennti að gera
neitt. Einu tekjurnar, sem hann
hafði, voru 15 dollarar á mán-
uði, er hann fékk frá bróður
sínum í Ameríku. Allt í einu