Úrval - 01.06.1942, Side 28
26
ÚRVAL
ið og njóti innan þess allra lýð-
ræðislegra réttinda, svo sem
ritfrelsis, málfrelsis og trú-
frelsis.
Þar eð þessi hugmynd er lík-
leg til að valda miklum umræð-
um bæði í ræðu og riti, og hljóta
bæði byr og andbyr, sýnist ekki
ótímabært að gefa einum fylgj-
anda og einum andstæðing
hennar kost á að færa fram
nokkur orð skoðunum sínum til
stuðnings.
Fylgjandinn hefir þá fyrst orðið:
„Það, sem vér þörfnumst nú
fyrst og fremst eru skynsam-
leg styrjaldarmarkmið. Vér
Bandaríkjamenn erum raun-
verulega þegar komnir í stríðiö.*
En að hverju er stefnt?
Öðrum Versalasamningi, öðru
einskismegnugu Þjóðabanda-
lagi, annari styrjöld árið 1960?
Sima hatrinu og hefndarþorst-
anum og eftir síðustu styrjöld?
Stöðva Hitler? Að stöðva
Hitler er tilgangslaust, ef ekki
er hægt að gera sér von um
betra ástand en það, sem ríkti
eftir heimsstyrjöldina. Hug-
myndin um ríkjasambandið fel-
* Greinin er skrifuS áður en
Bandaríkin gerðust stríðsaðili.
ur í sér þessa von. Það mun bæði
hjálpa til að sigra Hitler og
koma skynsamlegu skipulagi á
í heiminum eftir stríðið.
Fram til þessa hefir lýðræðis-
ríkin skort eitthvað jákvætt til
að berjast fyrir. Til að sigra
Hitler þarfnast þau lýðræðisríki,
sem enn standa uppi, einhvers
jákvæðs styrjaldarmarkmiðs,
markmiðs, sem er eins hvetj-
andi og hinn brjálæðiskenndi
dagdraumur nazista um heims-
yfirráð. Ríkjasambandshug-
myndin felur í sér það mark-
mið.
Hið stefnulausa fálm vort
verður að taka enda. Ástandið í
heiminum er geigvænlegt.
Stuðningur sá, sem vér veitum
Bretum nú er ekki nægilegur til
að hjálpa þeim til sigurs. En
hann er nægilegur til að veikja
sjálfa oss. Hið eina rétta er að
berjast saman og eina leiðin til
að berjast saman er að samein-
ast.
Þó ekki sé litið á annað en
hinn hernaðarlega hagnað, sem
hugmyndin felur í sér, væri
hann einn nægilegur til að rétt-
læta hana. Öll átök á milli Lon-
don og Washington um her-
gögnin, sem framleidd eru í
amerískum verksmiðjum, hyrfu