Úrval - 01.06.1942, Side 32
30
ÚRVAL
mundi útrýma stáliðnaði Ástra-
líumanna. Ýmiskonar iðnrekst-
ur í Bandaríkjunum mundi bíða
lægri hlut í samkeppni við ensk-
an iðnrekstur, vegna þess að
kaupgjald er þar lægra.
Árangurinn af þessu yrði sá,
að ein tegund iðnaðar yxi með
risaskrefum á einum stað en
legðist í rústir annars staðar,
og í kjölfar þess mundi svo
koma verkföll og óeirðir og
örbyrgð.
Sambandssinnar halda því
fram, að þeir geti afnumið allar
verzlunarhömlur í einni svipan.
Brezka heimsveldinu hefir orðið
lítið ágengt í viðleitni sinni til að
afnema tolla innan sinna vé-
banda. Jafnvel hin ströngu
fyrirmæli í stjórnarskrá Banda-
ríkjanna, hafa ekki getað hindr-
að hin einstöku ríki í að koma
á hjá sér dulbúnum verzlunar-
hömlum. Sambandssinnar tengja
þannig aðalvonir sínar við við-
skiptafyrirkomulag, sem hvergi
hefir tekizt að framkvæma, og
sem mundi hafa hræðilegar af-
leiðingar, ef það tækist.
En viðskiptin eru aðeins ein
hlið á þessu máli. Englendingar,
sem berjast nú örvæntingar-
fullri baráttu fyrir land sitt og
konung, mundu naumast verða
ginkeyptir fyrir því að láta af
hendi það stjórnarfarslega sjálf-
stæði, sem þeir berjast nú svo
mjög fyrir að varðveita. Gerið
yður í hugarlund, hvernig Eng-
lendingar myndu una þeirri
minnihluta aðstöðu, sem þeir
yrðu að hlíta í ríkjasamband-
inu. Ef meirihluta aðstaða okk-
ar Ameríkumanna er trygging
fyrir því, að hagsmunir okkar
verði ekki fyrir borð bornir, þá
er minnihluta aðstaða Englend-
inga bein ógnun hagsmunum
þeirra. Englendingar eru allra
þjóða ólíklegastir til að sætta
sig við að vera undir aðra
gefnir.
Hættulegar deilur gætu líka
risið innbyrðis með okkur Ame-
ríkumönnum, þegar þess verður
krafizt, að við tökum okkur
vopn í hönd og leggjum á okkur
fjárhagslegar byrðar vegna
þessa tilbúna stórveldis. Hætt
er við, að hinn nýi sambands-
fáni mundi í augum írskra
Ameríkumanna bera full mikinn
keim af brezka fánanum, og í
augum milljóna þýzkra, ítalskra
og slavneskra Bandaríkja-
manna, sem eru eins þjóðhollir
þegnar og frekast verður á
kosið, mundi hann minna óþægi-
lega á hina blóðugu valdabar-